Máttur orða

Þingmenn framsóknarflokksins raða sér í efstu (neðstu?) sæti yfir þá þingmenn sem fara sjaldnast í ræðustól Alþingis. Yngsti þingmaður flokksins fer sjaldnast allra í ræðustól og hefur gefið þá skýringu að hún fari ekki í ræðustól nema hún hafi eitthvað að segja. Sem er svo sem ágæt skýring út af fyrir sig.
Sumir ættu reyndar ekki að fara í ræðustól nema þeir viti hvað þeir ætli að segja og að það sem þeir segja getur haft afleiðingar.
Sem er hin hliðin á peningnum.