Margir fagna mjög samkomulagi um lok þingsins. Samkomulagið hljóðar upp á millifærslu upp á 800 milljónir króna. Með öðrum orðum: peningar eru færðir til á milli liða, m.a. teknir úr starfsendurhæfingarsjóði og fluttir yfir til desemberuppbóta fyrir atvinnuleitendur, til að mæta tekjutapi af gistináttaskatti af sjúklingum og smá viðbætur í sjóði skapandi greina. Ekki er verið að efna til nýrra útgjalda. Allt annað er óbreytt. Millifærslan er um 0,14% af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári.
Þessar 800 milljónir eru um 1% af EBITDA í sjávarútvegi á síðasta ári. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja ekki þá peninga. Þeir vilja heldur skera niður.
Án þess að ætla að gera lítið úr samkomulaginu á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, þá myndi ég hvetja fólk til stillingar í fangaðarlátunum.
Fjárlagafrumvarpið er eftir sem áður niðurlægjandi fyrir okkur öll.