Kaldar kveðjur til kennara

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sendir framhaldsskólakennurum kaldar kveðjur úr stjórnarráðinu. Skilaboðin eru þau að það verði ekki sett ein króna til viðbóta í að bæta laun kennara eða starfskjör. Skilaboðin eru þau að vilji kennarar bæta kjör sín muni það felast í kerfisbreytingu í skólastarfinu. Skilaboðin eru þau að það eigi að stytta nám og fækka kennurum. Skilaboðin eru þau að þeir kennarar sem halda vinnu sinnu eftir kerfisbreytingarnar skipti launum hinna sem missa vinnuna á milli sín. Í því eiga kjarabæturnar að felast.
Þannig á að reyna að etja kennurum saman og láta kröfur þeirra um betri laun snúast um pólitísk markmið menntamálaráðherrans.

Hvað vakir fyrir mönnum?

Landverðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna eins og hér má sjá. Í stuttu máli má segja að landverðir séu umfram annað gæslumenn landsins og leiðbeinendur um hvernig eigi að umgangast náttúru Íslands. Íslensk stjórnvöld, í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu hafa á undanförnum árum unnið að því að laða fleiri ferðamenn til landsins. Það hefur ekki síst verið gert á þeim forsendum að landið sé fallegt og margar af helstu náttúruperlum Íslands séu ferðamönnum aðgengilegar. Það er því algjörlega óskiljanlegt að stjórnvöld skuli nú skera svo niður í framlögum til landvörslu að jaðrar við hættuástand að mati þeirra sem til þekkja.

Sigmundur lokar heimasíðunni

Forsætisráðherra til hróss má benda á að hann hefur haldið úti ágætri vefsíðu sem verið hefur góð heimild um kosningaloforð hans (og framsóknarflokksins) og fyrirætlanir um hin stærri pólitísku mál. Ég hef eins og fleiri nýtt mér þessa síðu til gagnaöflunar í pólitíska rökræðu og samanburðar á heitum og efndum ráðherrans.
Nú ber svo við að síðunni hefur verið lokað og ekkert þar lengur að finna.
Hvers vegna ætli það sé?
Verður efni hennar gert aðgengilegt annars staðar, t.d. á vef forsætisráðuneytisins?
Kannski spyr einhver ráðherrann?

Af ferðalögum forsetans ...

Egill Helgason segir að það sé „ … ekkert óeðlilegt við að forseti sé erlendis 95 daga á ári. Annars vegar á hann jú erlenda konu og hins vegar er hann helsti stjórnandi utanríkisstefnu Íslands.“
Þetta er nú samt þó nokkuð.
Í fyrsta lagi  má hafa skilning á því að forsetinn sé svolítið í útlöndum af fjölskylduástæðum enda sé það í einkaerindum, á eigin kostnað og utan hans starfa. Staðgenglar forsetans sinna þá væntanlega embætti hans á meðan en einhver aukakostnaður mun þó fylgja því. Ég sé ekki að kostnaður við staðgengla vegna tíðra ferðalaga forsetans sé tilgreindur í svarinu við fyrirspurninni.

Vaxandi óánægja með Hönnu Birnu

Það er raunalegt að horfa upp á viðbrögð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við leka á trúnaðarupplýsingum úr ráðuneyti hennar. Í stað þess að gera strax hreint fyrir sínum dyrum, opna málið upp á gátt og ljúka því, hefur ráðherrann látið hrekja sig út í algjörar ógöngur. Um leið hefur henni tekist að gera vandræði sín að vanda fjölda annarra, aðstoðarmanna og fjölskyldna þeirra og ekki síst starfsfólks ráðuneytisins. Nú liggja allir undir grun sem enginn getur hreinsað þá af nema ráðherrann. En hún virðist ófær um það og gerir illt verra með hverjum deginum sem líður. Starfsandinn í ráðuneytinu mun ekki vera upp á það besta og nánustu starfsmenn og stuðningsmenn ráðherrans eru víst ekki heldur mjög kátir með það hvernig hún hefur haldið á málinu.

Hvað veit Björn Ingi?

Björn Ingi Hrafnsson eigandi Eyjunnar, óopinberrar vefsíðu framsóknarflokksins, hefur lengi verið með fingurna á púlsi íslenskra stjórnmála: Hann er sagður vera með eitt næmasta pólitíska nef sem vitað er um í dag og bera af öðrum við að greina leikfléttur og pólitíska taflmennsku. Það er því ekki að ástæðulausu að við áhugamenn um stjórnmál sperrum vitin þegar nafni  minn lætur eitthvað frá sér um þann hrjóstruga vettvang.

Uppsagnir - fyrir heimilin í landinu

Í dag missa 30 starfsmenn stjórnarráðsins vinnuna vegna tilefnislauss niðurskurðar. Nærri 40 manns var sagt upp á RÚV fyrir jólin og 20 til viðbótar munu missa vinnuna þar vegna ástæðulauss niðurskurðar.
Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir raðað pólitískum stuðningsmönnum sínum á launaskrá ríkisins ýmist sem aðstoðarmönnum, sérfræðingum, ráðgjöfum eða í ýmis sérverkefni.
Skattalækkanir hægristjórnarinnar á síðasta ári kostuðu ríkissjóð háar upphæðir og hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þess vegna hafa nú um 100 fjölskyldur misst viðurværi sitt á meðan pólitískum vandamönnum er komið í öruggt skjól flokkanna.
Allt fyrir heimilin í landinu.

Nei, þetta var ekki öðrum að kenna ...!

Guðrún Johnsen, hagfræðingur og höfundur bókarinnar "Bringing down the banking system - Lessons from Iceland," var skýr og skorinorð í viðtali við Egil Helgason í sjónvarpinu í kvöld. Hrunið var ekki vondum útlendingum að kenna. Bretar felldu ekki íslensku bankana. Hægt var að koma í veg fyrir tjónið ef vilji hefði verið til þess. Seðlabankinn brást. Fjármálaeftirlitið brást. Stjórnmálamenn brugðust. Við erum ekki enn komin fyrir vind með efnahagsmálin okkar. Rangar og stórkarlalega pólitískar ákvarðanir geta haft gríðarlegar afleiðingar. Stjórnmálamenn geta enn brugðist.
Ekki að þetta séu ný sannindi, en framsetning Guðrúnar hlýtur að hafa hrist upp í þeim sem á horfðu.

Nú stend ég með Sigmundi Davíð!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann teldi að íhuga þurfi alvarlega hvort rétt væri að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila, „lobbyisma“ og áróður. Tilgangurinn með slíkri lagasetningu væri þá væntanlega að hefta eða koma í veg fyrir aðgang hagsmunaaðila að almenningi, t.d. í gegnum eignarhald þeirra og aðgang að fjölmiðlum.
Nú vill svo til að ég get verið nokkuð sammála forsætisráðherranum í þessum efnum.

Óforbetranlegir lygarar?

Forsætisráðherra segir Frosta Sigurjónsson vera óhefðbundinn þingmann í þeirri merkingu að aðrir þingmen ljúga ekki jafn mikið og Frosti gerir. Ráðherrann er líka þeirrar skoðunar að þingmenn sem gagnrýna Frosta eigi að segja af sér.
En er Frosti Sigurjónsson svo óhefðbundinn þegar betur er að gáð? Hversu hefðbundinn er forsætisráðherrann sjálfur í þessu samhengi?
Hér segir ráðherrann að viðræður standi yfir við kröfuhafa í þrotabú íslensku bankanna. Hér segir ráðherrann hins vegar að það standi ekki til að ræða við kröfuhafana um eitt eða neitt.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS