Niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á nýjum neytendamálum er í stuttu máli þessi:
Auk þess hefur komið fram að tillögurnar, nái þær fram að ganga, muni leiða til verðfalls á íbúðarhúsnæði, auka greiðslubyrði skuldara, draga úr hagvexti og gera tekjulágu fólki ómögulegt að kaupa húsnæði.
Formaður starfshópsins segir tillögur hópsins vera stærsta skref sem tekið hefur verið við afnám verðtryggingar, risavaxið skref, risavaxna og stóra aðgerð.
Þegar betur er skoðað gera þessar tillögur þó ekki neitt fyrir nokkurn mann en eru þvert á móti líklegar til að verða skaðlegar almenningi.