Ef Einar Kristinn væri góður þingforseti

Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, var ekki barnanna bestur í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Þó vildu menn trúa því að hann meinti það sem hann sagði við setningu þingsins í fyrra um mikilvægi þess að efla traust og virðingu á Alþingi.
Ef Einar Kristinn væri góður þingforseti myndi hann senda þingið heim í dag og boða til næsta fundar eftir helgi. Í millitíðinni myndi hann ræða við formenn stjórnmála- og þingflokka um hvort ná mætti samkomulagi um störf þingsins, ekki síst um þingsályktunartillögu um afturköllun aðildar að ESB. Það er nákvæmlega ekkert sem rekur svo á eftir því máli svo það þurfi að klára á næstu dögum. Það eru engar lokadagsetningar, ekkert dead-line, einungis eitilhörð pólitísk markmið annars stjórnarflokksins.

Samhengislaust rugl um höftin

Hér er stutt samantekt á yfirlýsingum formanna ríkisstjórnarflokkanna um afnám gjaldeyrishaftanna:

Hvað er súrrealískt við það, Bjarni?

Súrrealískt? Hvað er að því að eiga samstarf við aðra flokka um stór mál? Þannig var það gert á síðasta kjörtímabili. Þá sat í samninganefndinni fólk sem bæði var fylgjandi aðild að ESB og andvígt aðild. Það var gert til að fá sem flest sjónarmið fram í málinu. Draga fram allar hliðar. Þetta var fólk úr atvinnulífinu, stjórnmálunum, frá ýmsum hagsmunasamtökum, háskólasamfélaginu og víðar. Fólk með ólíkar pólitískar skoðanir og það eina markmið að ná besta mögulega samningi fyrir Ísland. Þjóðin mun síðan taka afstöðu til slíks samnings á endanum og ákveða örlög sín sjálf.
Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera það aftur?
Ef þjóðin vill það.

Árið sem Bjarni hvatti til mótmæla

Það rifjaðist upp fyrir mér í dag bréfkorn sem formaður sjálfstæðisflokksins sendi flokksmönnum sínum haustið 2011. Niðurlag þess var svona:
Boðað hefur verið til mótmæla við þingsetninguna á laugardaginn.  Lögreglumenn hafa gefist upp á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og óljóst er hvernig löggæslu við þingsetninguna verður háttað. Ég hvet fólk til samstöðu með lögreglunni með því að sýna störfum þeirra virðingu. Það er sjálfsagt að halda stefnumálum sínum á lofti við þingsetninguna, en ég bið alla þá sem það ætla að gera að ganga friðsamlega til verks.
Krafa Sjálfstæðisflokksins er skýr. Það þarf nýja stjórnarstefnu, ryðja þarf nýjar brautir og boða á tafarlaust til kosninga. 
 

Gamla aðferðin

Það er ekki oft sem Samtök atvinnulífsins og ASÍ taka höndum saman um að vinna sameiginlegar tillögur um lausn stórra samfélagslegra deilumála. Það ákváðu þessi samtök þó að gera um kosti og galla umsóknar Íslands að ESB. Búist er við því að tillögur þeirra verði fljótlega birtar í formi ítarlegrar skýrslu um málið.

Þau ljúga og ljúga og ljúga ...

Gunnar Bragi Sveinsson í þingræðu 12. september 2013:
„Jafnframt standa yfir viðræður við óháða háskólastofnun, nánar tiltekið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, um gerð þeirrar úttektar sem boðuð var. Hagfræðistofnun mun án efa leita fanga víða, innanlands sem utan, við vinnslu sinnar skýrslu. Sú úttekt verður svo tekin til umræðu hér í þinginu og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarferilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð en málefnaleg og rökföst umræða mun án efa eiga sér stað innan þingsins um efni hennar og hlakka ég til þess.“

Tékklistinn

Ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna ræktar garðinn sinn vel og hlúir best að því sem henni er kærast. Það má m.a. sjá á þessum tékklista sem lekið var úr stjórnarráðinu en er þó langt því frá fullnægjandi:

Jón Ásgeir að yfirtaka Eyjuna?

Samkvæmt því sem fram kemur í Kjarnanum í dag er Eyjan/Pressan víst að skipta um eigendur. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda hefur ekki blásið byrlega fyrir þessari áður vinsælu síðu að undanförnu, auk þess sem fjárhagsleg staða hennar er talin heldur veik. Eigendur Eyjunnar hafa einnig þótt taka heldur rangan pól í hæðina með skilyrðislausum og stundum yfirgengilegum stuðningi sínum við ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarflokks. Það hefur rýrt trúðverðugleika Eyjunnar verulega eins og mælingar hafa sýnt.

Skurðgröftur stjórnmálanna

Á undanförnum árum hafa verið unnar fjölmargar skýrslur um mikilvæg málefni, ekki síst tengdum úrvinnslu Hrunsins. Má í því sambandi nefna skýrslur Rannsóknarnefnda Alþingis um aðdraganda og orsakir Hrunsins og um Íbúðalánasjóð og yfirgripsmikla skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Í gær birtist svo skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið og væntanleg er mikil skýrsla um fall sparisjóðanna.

Tími stórra ákvarðana í Valhöll

Framganga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fjölmiðlum um helgina kemur þeim ekki á óvart sem þurftu að eiga samskipti við hann á síðasta kjörtímabili. Það var lítið hægt að gera í því þá. Nú kann það hins vegar að hafa pólitískar afleiðingar að opinbera sig með þessum hætti frammi fyrir alþjóð og verandi í forystuhlutverki í ríkisstjórn. Forsætisráðherrann virðist ekki hafa minnsta grun um hverjar afleiðingar orða hans geta orðið, hvað þá að hann viti yfir höfuð hvað hann segir um mörg stærri mál.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS