Kaldar kveðjur til kennara

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sendir framhaldsskólakennurum kaldar kveðjur úr stjórnarráðinu. Skilaboðin eru þau að það verði ekki sett ein króna til viðbóta í að bæta laun kennara eða starfskjör. Skilaboðin eru þau að vilji kennarar bæta kjör sín muni það felast í kerfisbreytingu í skólastarfinu. Skilaboðin eru þau að það eigi að stytta nám og fækka kennurum. Skilaboðin eru þau að þeir kennarar sem halda vinnu sinnu eftir kerfisbreytingarnar skipti launum hinna sem missa vinnuna á milli sín. Í því eiga kjarabæturnar að felast.
Þannig á að reyna að etja kennurum saman og láta kröfur þeirra um betri laun snúast um pólitísk markmið menntamálaráðherrans.
Af öllum þeim hægrimönnum sem nú spora út ganga stjórnarráðsins er Illugi þeirra ósvífnastur og jafnframt líklegastur til að ná fram pólitískum markmiðum sínum.
En það eru kennarar reyndar líka.