Nú stend ég með Sigmundi Davíð!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann teldi að íhuga þurfi alvarlega hvort rétt væri að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila, „lobbyisma“ og áróður. Tilgangurinn með slíkri lagasetningu væri þá væntanlega að hefta eða koma í veg fyrir aðgang hagsmunaaðila að almenningi, t.d. í gegnum eignarhald þeirra og aðgang að fjölmiðlum.
Nú vill svo til að ég get verið nokkuð sammála forsætisráðherranum í þessum efnum.
Augljós afleiðing lagasetningar af þessu tagi á innlenda fjölmiðla væri að Morgunblaðið legðist af í þeirri mynd sem við þekkjum. Það sama ætti líklega við um 365 miðla og fleiri minni miðla um land allt. Sennilega stæði ekkert eftir af stærri íslenskum fjölmiðlum en Kjarninn og RÚV í kjölfar lagasetningar sem takmarkaði lobbyisma og áróður hagsmunaaðila.
Guð láti gott á vita.