Hvað vakir fyrir mönnum?

Landverðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna eins og hér má sjá. Í stuttu máli má segja að landverðir séu umfram annað gæslumenn landsins og leiðbeinendur um hvernig eigi að umgangast náttúru Íslands. Íslensk stjórnvöld, í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu hafa á undanförnum árum unnið að því að laða fleiri ferðamenn til landsins. Það hefur ekki síst verið gert á þeim forsendum að landið sé fallegt og margar af helstu náttúruperlum Íslands séu ferðamönnum aðgengilegar. Það er því algjörlega óskiljanlegt að stjórnvöld skuli nú skera svo niður í framlögum til landvörslu að jaðrar við hættuástand að mati þeirra sem til þekkja. Á því hefur heldur ekki verið gefin fullnægjandi skýring af hálfu stjórnvalda hvað þá að reynt hafi verið að leggja mat á afleiðingar niðurskurðarins á náttúru landsins, ferðamenn og orðspor okkar sem þjóðar.
Hvað vakir fyrir mönnum?