Árangursrík skattastefna vinstriflokkanna.

Sagt var frá því í fréttum fyrir nokkrum dögum að fimm ríkustu fjölskyldur Bretlandseyja væru ríkari en fátækasti fimmtungur þjóðarinnar til samans sem eru 12,6 milljónir manna. Þannig er það einnig í fleiri löndum og jafnvel verra.
En gæti þetta gerst hér á landi?

Sænska leiðin? Orð og athafnir ...

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segist vilja að farin verði sænsk leið við fjárlagagerðina á Íslandi. Skoðum það aðeins betur.
Fjárlaganefnd Alþingis fór til Svíþjóðar í byrjun árs 2012 í þeim tilgangi að kynna sér fjárlagagerð þarlendra og heyra af viðbrögðum þeirra og reynslu vegna efnahagserfiðleikanna sem Svíar lentu í fyrir tuttugu árum eða svo. Í stuttu máli var það svona:
1. Svíar hertu allt eftirlit með fjárlögum hvers árs.
2. Þeir settu á fót nýjar eftirlitsstofnanir með fjármálum ríkisins og styrktu þær sem fyrir voru.
3. Þeir treystu tekjustofna ríkisins og hækkuðu skatta og gjöld.
4. Þeir þrengdu mjög möguleika stjórnmálamanna til að hreyfa við fjárlögum.

Þeir eru ráðalausir

Fjármálaráðuneytið birti í dag skýrslu um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta. Það er að ýmsu leyti ansi merkileg skýrsla.
Í fyrsta lagi staðfestir hún að áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem unnið hefur verið eftir frá árinu 2011 til dagsins í dag hefur skilað góðum árangri. Það staðfesti fjármálaráðherra reyndar einnig í sambærilegri skýrslu frá 17. september 2013 þar sem segir m.a. (bls. 4 og tafla á bls. 3):

Ráðherra í ruglinu

Það er svo margt sem ég skil ekki. Eitt af því er hvers vegna menntastefna ætti að vera kjarasamningsmál við kennara, t.d. lengd framhaldsnáms. Það er svona svipað og samgönguáætlun væri hluti af kjarasamningum við vegagerðarmenn, eða stjórn fiskveiða kjarasamningsmál við sjómenn. En þannig er það auðvitað ekki.
Það er Alþingis að ákveða stefnu í menntamálum enda varðar hún alla þjóðina. Menntamálaráðherra á ekki og getur ekki gert slíkt að samningsatriði milli ríkisins og launþega, kennara í þessu tilviki.
Það er bara rugl.

Yfirburða stjórnmálamaður

Það virðist hafa komið mörgum á óvart að Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki hundskammað Sigurð Inga Jóhannsson fyrir klúðrið í makrílmálinu þegar þeir tveir mættust í Kastljósinu í vikunni. Ærið var þó tilefnið. Þess í stað hóf Steingrímur sig sem oft áður yfir dægurþrasið og hin hefðbundnu viðbrögð stjórnmálamanna í slíkri stöðu. Það gerði hann vegna þess að hann skynjar alvöru málsins, gerir sér grein fyrir því hvað er í húfi og hvað staða Íslands er erfið. Það er einkenni góðra stjórnmálamanna að láta eigin hagsmuni víkja fyrir sameiginlegum hagsmunum. Það gerði Steingrímur öfugt við flesta aðra.

Óskiljanlegur ómöguleiki tilverunnar

Eins og kunnugt er stendur til að efna stærsta kosningaloforð veraldarsögunnar með því að millifæra 80 milljarða af skatttekjum ríkisins til innan við helmings íslenskra heimila og slá 70 milljarða af sköttum þeirra sem geta notað sparnað til að greiða niður skuldir sínar.
Í stuttu máli: Hugmyndin er að millifæra á 150 milljarða af skatttekjum ríkisins til innan við helmings heimila í landinu, þess helmings sem best er settur fjárhagslega.

Skuldlaust klúður

Tveir ráðherrar bera öðrum fremur ábyrgð á því klúðri sem makríldeilan er nú komin í. Um það skrifaði ég stuttan pistil sl. sumar.  
Ölvaðir í sigurvímu kosninganna sigldu þeir félagar til útlanda til að gera erlendum stjórnmálamönnum grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig hún hygðist haga samskiptum sínum við önnur ríki. Það fór ekki vel. Reyndar hefur mér vitanlega ekki enn verið upplýst um hvað gerðist í raun og veru á þessu örlagaríka ferðalagi ráðherranna. Hvað sem það var þá leiddi það til þess að algjör viðsnúningur varð í samskiptum Íslands við ríki Evrópu og hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér og allar slæmar fyrir Ísland og íslenska hagsmuni.

Gengisfelling? Nei, takk!

Forstjórar tveggja stórra sjávarútvegsfyrirtækja telja gengi íslensku krónunnar óraunhæft. Að þeirra mati er hún of hátt metin sem dregur úr tekjum sjávarútvegsins í krónum talið. Þótt það sé ekki sagt berum orðum eru þeir að óska eftir því að verðgildi krónnunar verði rýrt. Þó er krónan nú meira en þriðjungi lægri en hún var árið 2008 gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum sem við eigum í viðskiptum með og 50 -85% lægri en hún var fyrir tíu árum (sjá mynd).
Þeir félagar hafa samt nokkuð til síns máls. Krónan er rangt metin. Það er hins vegar erfitt að átta sig á því hvort hún er of hátt metin eða of lágt. Krónan er fyrst og síðast ónýtur gjaldmiðill í viðskiptum milli landa. Þannig séð er hún lítils sem einskis virði og því allt of hátt metin.

Strákarnir á Holtinu

Styrkleiki formanna stjórnarflokkanna virðist nú mældur í því hvað oft og hvar þeir hitta fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins. Þennan sem keyrði Seðlabankann í þrot og við erum að borga fyrir með sköttunum okkar.
Annar segist hitta hann reglulega á Holtinu hvar þeir báðum finnst gott að borða í hádeginu, enda Holtið annálað fyrir jafnt góðan mat og dýrar veigar.

Sáttatillaga hunds

Hundinum Mola var illa við reglur, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hann hélt einnig lengi vel að hann sjálfur væri möndullinn sem heimurinn ætti að snúast um og gæti því sett öðrum reglur að vild. Honum lærðist fljótt að það var mikill misskilningur. Ein af reglunum sem Moli litli þurfti að takast á við var að fara ekki yfir ákveðna skilgreinda línu á heimilinu sem afmarkaðist við eina tröppu (sjá skýringarmynd). Þetta var einföld og skýr regla sem Moli áttaði sig fljótlega á. En hann var afar ósáttur við hana og gat ekki leynt því. Augun komu upp um hann.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS