Í dag missa 30 starfsmenn stjórnarráðsins vinnuna vegna tilefnislauss niðurskurðar. Nærri 40 manns var sagt upp á RÚV fyrir jólin og 20 til viðbótar munu missa vinnuna þar vegna ástæðulauss niðurskurðar.
Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir raðað pólitískum stuðningsmönnum sínum á launaskrá ríkisins ýmist sem aðstoðarmönnum, sérfræðingum, ráðgjöfum eða í ýmis sérverkefni.
Skattalækkanir hægristjórnarinnar á síðasta ári kostuðu ríkissjóð háar upphæðir og hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þess vegna hafa nú um 100 fjölskyldur misst viðurværi sitt á meðan pólitískum vandamönnum er komið í öruggt skjól flokkanna.
Allt fyrir heimilin í landinu.