Samkvæmt því sem fram kemur í Kjarnanum í dag er Eyjan/Pressan víst að skipta um eigendur. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda hefur ekki blásið byrlega fyrir þessari áður vinsælu síðu að undanförnu, auk þess sem fjárhagsleg staða hennar er talin heldur veik. Eigendur Eyjunnar hafa einnig þótt taka heldur rangan pól í hæðina með skilyrðislausum og stundum yfirgengilegum stuðningi sínum við ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarflokks. Það hefur rýrt trúðverðugleika Eyjunnar verulega eins og mælingar hafa sýnt. Vinsælir pennar sem hafa nýtt sér Eyjuna munu vera að koma sér fyrir á nýrri og hlutlausari síðu með skrif sín. Sú mun, ef allt gengur eftir, fara í loftið á allra næstu vikum nema nýjum eiganda Eyjunnar takist að koma í veg fyrir það.
Samkvæmt heimildum mun Jón Ásgeir Jóhannesson taka við Eyjunni og þvæla henni væntanlega í 365 miðla með einhverjum hætti.