Ringulreið á stjórnarheimilinu

Talsvert uppnám virðist vera innan raða stjórnarflokkanna sem og á milli þeirra um stór mál. Báðir flokkarnir eru í frjálsu falli í fylgiskönnunum og málefnastaða þeirra gagnvart kjósendum er langt frá því góð. Það er fátt sem bendir til þess að það eigi eftir að batna nú þegar aðeins 12 þingdagar eru eftir á yfirstandandi þingi. Stóru málin sem áttu að fleyta stjórnarflokkunum til sigurs í kosningunum í vor hafa snúist í höndunum á þeim. Má þar nefna ESB málið og stóru millifærsluleið framsóknarmanna. Og svo er eitt eftir enn.

Skilaboð frá Óskari Bergssyni

Það er ekki oft sem stjórnmálamenn axla pólitíska ábyrgð líkt og Óskar Bergsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, gerði í dag. Ástæðan er lítið fylgi við flokkinn í Reykjavík en ekki síður erfið málefnastaða hans á landsvísu sem hefur gert Óskari erfitt fyrir. Það er stór pólitísk frétt að flokkur sem leiðir ríkisstjórn sé svo illa staddur í höfðuborg landsins að menn treysti sér ekki til að leiða flokkinn þar til kosninga. Í ákvörðun Óskars felast greinileg skilaboð til flokksforystunnar, ekki síst formanns flokksins. Skilaboðin eru þau að flokkurinn sé á rangri leið og framganga forystumanna hans sé flokknum svo skaðleg að það sé líklegra en hitt að framsóknarflokkurinn þurrkist algjörlega út í Reykjavík í vor.

Björn Ingi rífressaður

Ég sá í gærkvöldi þegar ég vaknaði til vinnu að Björn Ingi Hrafnsson hafði birt þriggja ára gamla frétt á Eyjunni. Ég hélt fyrst að tölvan væri eitthvað að stríða mér og rífressaði. En allt kom fyrir ekki neitt eins og sagt er. Fréttin stóð þarna áfram jafn traustum fótum og gufa úr tekatli. Hún var um að vinstristjórnin hefði verið andsnúin flatri niðurfellingu skulda í anda tillagna framsóknarmanna. Sem er rétt. Enda hafa enn ekki fundist nein haldbær rök fyrir því að gera slíkt.

Gullfiskar og innanmein

Það er í sjálfu sér stórmerkilegt að um 40% kjósenda geti hugsað sér að kjósa nýjan hægriflokk ef slíkt fyrirbæri væri í boði. Þó ekki væri nema vegna reynslunnar af íslenskum hægriflokkum. Fyrir þá sem eldri eru en tvævetur ætti það heldur ekki að hljóma spennandi að blása aftur pólitísku lífi um nasir fyrrverandi formanns sjálfstæðisflokksins og talsmanns íslenskra atvinnurekenda sem margir virðast vilja setja í forystu fyrir slíkan flokk.
Það  yrði ekkert nýtt við þannig hægriflokk enda væri hann reistur á sömu hugmyndafræðinni og þeirri sem núverandi hægriflokkar standa á.

Bjarni er búinn að vera.

Bjarni Benediktsson náði að snúa sjálfstæðisflokknum úr frjálsu falli á síðustu metrunum fyrir kosningarnar vorið 2013. Þrátt fyrir það hlaut sjálfstæðisflokkurinn þá sína næst verstu kosningu frá stofnun flokksins. Margir töldu að Bjarni myndi í kjölfarið ná að vinna frekar úr þeirri stöðu en það er öðru nær. Sjálfstæðisflokkurinn er nú við það að klofna vegna framgöngu Bjarna í mikilvægum málum. Stuð í stuð gengur Bjarni fram fyrir skjöldu og ver stefnu og kosningaloforð framsóknarflokksins og lætur sjálfstæðisflokkinn hiklaust taka þyngstu höggin af afleiðingum axarskafta ráðherra framsóknarflokksins. ESB klúðrið, millifærslan, markíldeilan – öll stærstu deilumálin eru á ábyrgð framsóknar en varin af fullri hörku af forystu sjálfstæðisflokksins. Það virðist ekkert mál vera svo galið af hálfu framsóknar að Bjarni sé ekki reiðubúinn að taka slaginn fyrir þá og fórna sjálfstæðisflokknum.

Nýtt heimsmet!

Til að fá skattaafslátt þarf maður að greiða skatt. Þeir sem eru með lág laun greiða lítinn eða jafnvel engan tekjuskatt. Þeir geta því ekki fengið skattaafslátt.
Skiljanlega.
Skattabreytingar á síðasta kjörtímabili juku skattbyrði á tekjuháa og eignafólk. Það er þess vegna sá hópur fólks sem mun geta nýtt sér boðaðan skattaafslátt hægristjórnarinnar en hinir ekki. Reiknimeistari ríkisstjórnarinnar segir að með því að nýta sér þennan afslátt geti þeir sem hafa efni á því fengið meira en 40% ávöxtun á peningana sína hjá ríkissjóði. Slík ávöxtun hefur hvergi sést á byggðu bóli síðan fyrir Hrun. Fjörutíu prósenta lögleg ávöxtun á peninga er því örugglega heimsmet.
Sjálfur segist reiknimeistarinn ætla að nýta sér afsláttinn.
Skiljanlega.

 

Sýndarveröld Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, segir  í nýju viðtali við Aftenposten að gjaldeyrishöftin verði hugsanlega afnumin á þessu ári. Hann hefur áður gefið út nokkrar slíkar yfirlýsingar sem engar hafa staðist.
Bjarni nefnir í viðtalinu sérstaklega þrjú atriði tengd Hruninu sem Íslendingar geti lært af.
1. Að skuldastaða ríkissjóðs í Hruninu hafi gert stjórnvöldum mögulegt að taka lán.
2. Að íslenska krónan hafi bjargað því að ekki fór verr.
3. Að áhrif þess að bankakerfið varð gjaldþrota séu ofmetin.
En stenst þetta skoðun?

Álitshnekkir fyrir Alþingi

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu á skýrslu rannsóknarnefndar þingsins á Íbúðalánasjóði. Í stuttu máli tætir meirihluti nefndarinnar skýrsluna í sig sem og rannsóknarnefndarmennina sjálfa. Meirihlutinn gerir svo til engar athugasemdir við starfsemi Íbúðalánasjóðs eða starfshætti hans. Þvert á móti ver meirihlutinn starfsemina með kjafti og klóm og gerir vörn fyrrverandi starfsmanna sjóðsins og ábyrgðarmenn hans að áliti sínu. Nefndin telur hvorki sig né Alþingi þurfa eða geta lært nokkuð gott af starfsemi sjóðsins í aðdraganda Hrunsins.
Meirihluti nefndarinnar gefur sterklega í skyn að rannsóknarnefnd Alþingis hafi hvorki starfað af heilindum né fagmennsku að rannsókn sinni á Íbúðalánasjóði.

Áhrif lélegrar vertíðar

Fyrir nokkrum árum hitti ég starfsmann á bílaleigu og spurði hvernig gengi. Hann bar sig ekki illa en sagðist vonast eftir góðri loðnuvertíð. Ég skildi ekki strax tenginguna á milli loðnuvertíðar og reksturs bílaleigu en áttaði mig svo fljótlega á að þetta tvennt var og er nátengt. Rétt eins og það skiptir miklu máli fyrir sjómenn, verkafólk og aðra sem málið varðar að vel veiðist.
Loðnuvertíðin í ár var með þeim lakari. Þetta léleg loðnuvertíð hefur mikil áhrif á afkomu þúsunda  manna, fjölmargra fyrirtækja, bæjarfélaga og ríkissjóð sem við eigum öll. Mest eru áhrifin þó þar sem útgerð og vinnsla á loðnu er mikil en einnig um land allt hjá þeim sem þjónusta atvinnugreinina með stórt og smátt, s.s. verslanir, iðnaðarmenn, netagerðir, bílaleigur o.s.frv.
Ég hef ekki orðið var við opinbera umfjöllun um áhrif lélegrar loðnuvertíðar á samfélagið.

Er þetta satt?

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, ráðherra og formaður Vinnuveitendasambandsins, fjallar í nýlegri grein sinni um afnám gjaldeyrishafta. Í greininni bendir hann á að alþjóðlegur starfshópur um afnám haftanna, skipaður fulltrúum Seðlabanka Evrópu, AGS , Seðlabanka Íslands, FME og fleirum, hafi verið lagður niður. „Þetta er sennilega einn stærsti skaðinn sem hlotist hefur af Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS