Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, ráðherra og formaður Vinnuveitendasambandsins, fjallar í nýlegri grein sinni um afnám gjaldeyrishafta. Í greininni bendir hann á að alþjóðlegur starfshópur um afnám haftanna, skipaður fulltrúum Seðlabanka Evrópu, AGS , Seðlabanka Íslands, FME og fleirum, hafi verið lagður niður. „Þetta er sennilega einn stærsti skaðinn sem hlotist hefur af Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn.