Súrrealískt? Hvað er að því að eiga samstarf við aðra flokka um stór mál? Þannig var það gert á síðasta kjörtímabili. Þá sat í samninganefndinni fólk sem bæði var fylgjandi aðild að ESB og andvígt aðild. Það var gert til að fá sem flest sjónarmið fram í málinu. Draga fram allar hliðar. Þetta var fólk úr atvinnulífinu, stjórnmálunum, frá ýmsum hagsmunasamtökum, háskólasamfélaginu og víðar. Fólk með ólíkar pólitískar skoðanir og það eina markmið að ná besta mögulega samningi fyrir Ísland. Þjóðin mun síðan taka afstöðu til slíks samnings á endanum og ákveða örlög sín sjálf.
Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera það aftur?
Ef þjóðin vill það.