Tékklistinn

Ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna ræktar garðinn sinn vel og hlúir best að því sem henni er kærast. Það má m.a. sjá á þessum tékklista sem lekið var úr stjórnarráðinu en er þó langt því frá fullnægjandi:

  • Nýr forstjóri Landspítalans (komið)
  • Nýtt pólitískt útvarpsráð (komið)                                 
  • Nýr útvarpsstjóri (komið)
  • Nýr stjórnarformaður LÍN (komið)
  • Ný stjórn LÍN (komið)
  • Nýr formaður Fjármálaeftirlitisins (komið)
  • Flokksmenn í stjórnarráðið (á áætlun)
  • Nýr Seðlabankastjóri (í ferli)
  • Sýkna Geir H. Haarde (í ferli)
  • Nýtt starf fyrir Davíð Oddsson (í ferli)
  • Allt eins og það áður var (langt komið)

Þetta er bara býsna gott hjá þeim og það sem meira er þá virðist þjóðin bærilega sátt við þetta líka. Það skiptir auðvitað mestu máli að þjóðin uni sátt við sitt.
Nú er allt að verða gott aftur.