Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður framsóknarflokksins, er maður sem þekkir þjóð sína betur en margur annar. Hann hefur hitt „þúsundir af fólki“ á ferðum sínum um landið sem hafa lýst fyrir honum lífinu sínu í skugga Hrunsins. Genginn upp að hnjám arkaði Þorsteinn frá fjalli til fjöru á milli bæja fyrir síðustu kosningar og ræddi við alls konar fólk og af öllum stærðum og gerðum. Oft í trúnaði. Honum er kona sem hann hitti á ferðum sínum ofarlega í huga, framhaldsskólakennari, sem var (er) gift ríkisstarfsmanni sem telst nú tæpast gæfulegt. Þessi kona hefur þurft að lita sjálf á sér hárið og hlakkar mest til þess dags þegar hún hefur aftur efni á að láta einhvern annan gera það fyrir sig.