Skylmingar Ragnheiðar Elínar

Það hefur ekki farið mikið fyrir Ragnheiði Elínu Árnadóttur eftir að hún varð ráðherra og það litla sem hún hefur gert er hún nú að reyna að lagfæra og færa aftur til fyrra horfs. Dæmi um það eru fjárveitingar til ferðamannastaða sem voru auknar verulega á síðasta kjörtímabili. Það fyrsta sem Ragnheiður Elín gerði sem ráðherra ferðamála var að skera niður allar fjárveitingar til uppbyggingar ferðamannastaða, þ.m.t. Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ríkisstjórn hægriflokkanna sló einnig af allar áætlanir um frekara fjármagn til ferðamála með því að stöðva framkvæmdaáætlun stjórnvalda um fjármögnun og uppbyggingu í þeim geira.

Betur borgið utan Íslands?

Sparisjóðaskýrslan er enn einn vitnisburðurinn um þá geggjun og brjálæði sem viðgekkst hér á landi fyrir Hrun. Enn og aftur hefur verið sýnt fram á hvernig gjörspillt samkrull stjórnmála og viðskipta gegnsýrði þjóðfélagið allt án mikillar mótspyrnu. Afleiðingarnar felast m.a. í gríðarlegum kostnaði sem samfélagið allt þarf að bera og mun hafa neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi næstu áratugi.

Hraustlega gert hjá Birni Inga

Eigandi Eyjunnar/Pressunnar hefur aðra sýn á lífið og tilveruna en flest annað fólk. Á meðan almenningur er jafnt orðlaus sem dasaður yfir nýrri skýrslu um fall sparisjóðanna birtast tvær nafnlausar greinar á Eyjunni og Pressunni um málið. Önnur er um að þetta sé nú allt meira og minna Steingrími J. að kenna og hin um að Guðlaugur Þór Þórðarson standi uppi sem pólitískur sigurvegari í málinu.
Þetta finnst mér hraustlega gert hjá hinum nafnlausa Birni Inga Hrafnssyni!

Nú er rétti tíminn fyrir Guðlaug Þór

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, vill meina að svarta skýrslan um sparisjóðina sé til vitnis um að tilraunin til að bjarga sjóðunum hafi verið gamaldags pólitík! Hann telur því að viðbrögðin við falli sparisjóðanna sé í raun ástæða falls þeirra en ekki pólitíska spillingarsukkið í aðdraganda Hrunsins.
En hver er þessi Guðlaugur Þór?

Engar áhyggjur! Bjarni sér um þetta.

Það ætti að létta Guðrúnu Lárusdóttur lundina sem og öðrum sem greitt hafa auðlegðarskatt að þó svo að Hæstiréttur sé með þessi leiðindi ætlar Bjarni litli Ben að líta til með þeim. Og munar um minna:
„Við lækkuðum tekjuskatt á einstaklinga um fimm milljarða, tryggingagjald á fyrirtæki um milljarð - sem verða fjórir áður en kjörtímabilið er úti – þá lækkuðum við veiðigjöld á þá sem ekki risu undir þeim og leyfðum tímabundnum sköttum eins og auðlegðarskattinum að renna sitt skeið.“

Forsendubrestur sem bragð er af

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður framsóknarflokksins, er maður sem þekkir þjóð sína betur en margur annar. Hann hefur hitt „þúsundir af fólki“ á ferðum sínum um landið sem hafa lýst fyrir honum lífinu sínu í skugga Hrunsins. Genginn upp að hnjám arkaði Þorsteinn frá fjalli til fjöru á milli bæja fyrir síðustu kosningar og ræddi við alls konar fólk og af öllum stærðum og gerðum. Oft í trúnaði. Honum er kona sem hann hitti á ferðum sínum ofarlega í huga, framhaldsskólakennari, sem var (er) gift ríkisstarfsmanni sem telst nú tæpast gæfulegt. Þessi kona hefur þurft að lita sjálf á sér hárið og hlakkar mest til þess dags þegar hún hefur aftur efni á að láta einhvern annan gera það fyrir sig.

Er öllum virkilega andskotans sama?

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður framsóknarflokksins og ráðherra, átti á sínum tíma sæti í þverpólitískri þingmannanefnd sem vann úr skýrslu RNA um Hrunið. Í einni ræðu sinni um málið ræddi Sigurður Ingi mikið um þann skort sem var á formfestu við ákvarðanatöku og afgreiðslu mála í aðdraganda Hrunsins.
Orðrétt sagði hann um það: „Við (nefndarmenn) vorum sammála og samstiga í vinnunni um þá þætti sem koma fram í rannsóknarskýrslunni og lýsa sér í hörðum áfellisdómi og alvarlegum ávirðingum á starfshætti Alþingis, verklag og óformfestu stjórnvalda.“

Vel mannað Alþingi?

Vilhjálmur Árnason notaði sína fyrstu þingræðu sl. sumar til að ræða um taser byssur. Í gær hélt hann ræðu á Alþingi um að brennivín væri orðið svo dýrt og óaðgengilegt að unglingar gætu tæpast lengur drukkið sig fulla. Fyrir stuttu lögðu þingmenn stjórnarliðsins fram tillögu um að blása ungu fólki von í brjóst með því að setja á fót ríkisrekna áburðarverksmiðju. Þingmaður framsóknarflokksins gekkst síðan við því í vikunni að hafa að beiðni einkaaðila flutt þingmál um opnun spilavíta á Íslandi.

Hvers vegna? Einföld spurning um kaupaukakerfi.

Það er ein ágætis regla sem þingmenn ættu að tileinka sér þegar nýtt lagafrumvarp er lagt fyrir Alþingi. Hún er sú að spyrja einfaldlega hver ástæða frumvarpsins sé. Til hvers er það lagt fram? Ef frumvarpið hefur það að markmiði að breyta fyrirliggjandi lögum að spyrja þá hvers vegna ætti að breyta þeim Þetta er mjög einföld regla sem þó er farið afar sparlega með.
Tökum dæmi:

Nýtt pólitískt heimili

Sagt er að fólk hafi fagnað mjög ræðu Benedikts Jóhannessonar á mótmælafundi gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. Benedikt boðaði í ræðu sinni stofnun nýs stjórnmálaflokks hægra megin við miðju og hliðhollan ESB. Slíkur flokkur er reyndar til nú þegar en vilji brottfloginna sjálfstæðismanna virðist ekki stefna til að ganga til liðs við hann, heldur stofna nýjan. Nýja pólitíska heimili flóttafólksins úr sjálfstæðisflokknum sýnist mér eigi að innrétta að öllu leyti eins og æskuheimilið nema að þar verður aukaherbergi fyrir Evrópusambandið.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS