Styrkleiki formanna stjórnarflokkanna virðist nú mældur í því hvað oft og hvar þeir hitta fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins. Þennan sem keyrði Seðlabankann í þrot og við erum að borga fyrir með sköttunum okkar.
Annar segist hitta hann reglulega á Holtinu hvar þeir báðum finnst gott að borða í hádeginu, enda Holtið annálað fyrir jafnt góðan mat og dýrar veigar.
Hinum finnst betra að hitta nafna sinn í einrúmi á síðkvöldum á heimil hans og drekka með honum góð vín auk þess að eiga með honum næturfundi í sumarbústað við Þingvallavatn.
Sem stendur sýnist mér forsætisráðherrann hafa vinninginn á formann sjálfstæðisflokksins í þessari pissukeppni.
Pöpullinn bíður svo frekari frétta frá Holtinu.