Það er svo margt sem ég skil ekki. Eitt af því er hvers vegna menntastefna ætti að vera kjarasamningsmál við kennara, t.d. lengd framhaldsnáms. Það er svona svipað og samgönguáætlun væri hluti af kjarasamningum við vegagerðarmenn, eða stjórn fiskveiða kjarasamningsmál við sjómenn. En þannig er það auðvitað ekki.
Það er Alþingis að ákveða stefnu í menntamálum enda varðar hún alla þjóðina. Menntamálaráðherra á ekki og getur ekki gert slíkt að samningsatriði milli ríkisins og launþega, kennara í þessu tilviki.
Það er bara rugl.