Það var skynsemi í máli Ásgeirs Jónssonar hagfræðings um gjaldeyrishöftin í Vikulokunum á RÁS 1 í morgun. Umræðan um afnám haftanna í dag snýst mest um hvernig og hvenær þau verða afnumin, sem er auðvitað mikilvægt. En mikilvægara er þó, eins og Ásgeir benti á í þættinum, að ræða hvað tekur við eftir afnám haftanna, hvernig lífið í landinu verður utan hafta og hvernig okkur muni reiða af. Ásgeir vill einnig meina að umræðan um höftin, afnám þeirra og hvað síðan tekur við eigi að fara fram í samfélaginu öllu, enda sé um sameiginlegt verkefni okkar allra að ræða og skipti okkur öll gríðarlegu máli.