Þöggun

Niðurstaða nýrrar könnunar (bls. 18-19) sýnir að stór hluti háskólafólks og fræðimanna veigrar sér við að tjá sig í fjölmiðlum af ótta við viðbrögð og refsingar stjórnmálamanna. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn hóti þeim sem ekki eru þeim sammála. Um það þekkjum við allt of mörg dæmi að undanförnu eins og fram kemur í grein Kjarnans um málið. Hótanir stjórnmálamanna beinast ekki síður að embættismönnum og starfsfólki opinberra stofnana sem voga sér að hafa uppi aðrar skoðanir en stjórnmálamenn eða komast að niðurstöðu sem er þeim ekki að skapi um einstök málefni. Dæmi um slíkt má t.d.

Skoðunarferð til Grindavíkur

Vísir hf. í Grindavík lenti í fjárhagserfiðleikum vegna fjárfestinga í útlöndum. Vísir hf. er nokkuð stór útgerð með fjölda skipa í rekstri, dágóðar aflaheimildir og fjölda starfsfólks. Öllu þessu offraði fyrirtækið með fjárfestingu sinni í útlöndum. Nú er komið að gjalddaga og reikningurinn er sendur norður til Húsavíkur, austur á Djúpavog og vestur á Þingeyri. Nú býður Vísir hf.

Flokkurinn og þjóðin

„Vilji sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá felur það í sér að sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins og því fagna ég.“
Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir nokkrum árum.
Það má sjálfsagt álykta sem svo að um mismæli hafi verið að ræða hjá Sigurði Kára og að hann hafi í rauninni átt við að yfirráð Íslands yfir sinni auðlind væru best tryggð með því að Ísland stæði utan ESB. Það er þó ekki víst að það hafi verið meiningin hjá honum.

Þau plumma sig best ...

Af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist minnst óánægja vera með störf Eyglóar Þóru Harðardóttur félagsmálaráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt könnun Capacent var þriðjungur kjósenda ánægður með störf þeirra. Þó virðist enginn vita hvað þau hafa gert til að verðskulda ánægju svo stórs hóps kjósenda. Eygló Þóra og Kristján Þór hafa verið minnst áberandi allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og hvorugt þeirra hefur skandalíserað að neinu marki, ólíkt hinum.

Efast um Sigmund Davíð

Æ fleiri framsóknarmenn efast nú um stjórnunarhæfileika Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, í kjölfar ákvörðunar Guðna Ágústssonar um að hætta við framboð í Reykjavík en Sigmundur mun hafa komið að því máli. Nýleg mæling á óvinsældum Sigmundar Davíðs bætir heldur ekki úr skák en þar kemur m.a. fram að 89% aðspurðra telja formann framsóknarflokksins ekki vera heiðarlegan stjórnmálamann og um helmingur að hann sé ekki gæddur neinum þeirra kosta sem spurt er um í mælingunni.

Enn frekari lækkun veiðigjalds

Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir að hún tók við völdum var að lækka veiðigjöld í sjávarútvegi um 4 milljarða króna. Nú leggur ríkisstjórnin til að gjöldin lækki enn frekar eða um 2,8 milljarða króna, þrátt fyrir metafkomu í greininni. Nái það fram að ganga hefur ríkisstjórninni tekist á innan við ári að lækka árlegar tekjur af veiðigjöldum um tæpa 7 milljarða. Viðbótarlækkuninni verður, eins og þeirri fyrri, mætt með auknum niðurskurði.
Í stuttu máli fjallar nýtt frumvarp um lækkun veiðigjalda um eftirfarandi:

Hnignun íslenskra stjórnmála

Það segir sitt um íslensk stjórnmál vorið 2014 að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður framsóknarflokksins, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, séu aðalnúmerin. Hvorugur þeirra er í hópi stærri stjórnmálamanna og saga þeirra verður aðeins skráð í fótnótu íslenskrar stjórnmálasögu. Endurkoma Guðna og Þorsteins er hvorki til merkis um pólitíska grósku né ný tækifæri fyrir kjósendur. Hins vegar undirstrikar það hnignun íslenskra stjórnmála að það eina nýja sem er að gerast í aðdraganda kosninga skuli öðru fremur snúast um tvo fyrrverandi formenn framsóknar- og sjálfstæðisflokks.
Það ættu allir flokkar og framboð að taka til sín.

 

Átök á stjórnarheimilinu

Veruleg ólga er sögð vera á milli stjórnarflokkanna um breytingar á lögum um veiðigjöld. Frumvarp þess efnis hefur legið fyrir í nokkrar vikur en ekki enn verið afgreitt úr ríkisstjórn vegna andstöðu framóknarmanna sem óttast auknar óvinsældir verði frumvarpið lagt fram. Sjálfstæðismenn eru annarrar skoðunar og vilja að frumvarpið verði kynnt sem allra fyrst og afgreitt með hraði. Þeim finnst mörgum nóg komið af óvinsælum málum og framgöngu framsóknarmanna sem mörg hver hafa bitnað illa á sjálfstæðisflokknum. Má í því sambandi benda á umhverfis- og náttúruverndarmál (Sigurður Ingi), utanríkismál (Gunnar Bragi) og stóru millifærsluna (Sigmundur Davíð). Sjálfstæðisflokkurinn þarf á máli að halda til að halda baklandi sínu rólegu. Lækkun veiðigjalds er þannig mál fyrir þá á meðan framsóknarflokkurinn óttast að það verði olía á eld óánægju og mótmæla í aðdraganda kosninganna.

Eins og flís við rass

Allt bendir nú til þess að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður framsóknarflokksins, verði dubbaður upp sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum í vor. Það fer líka vel á því enda er Guðni bæði hnyttinn og skemmtilegur auk þess að vera strangheiðarlegur og sómakær stjórnmálamaður. Allt þetta og miklu fleira í fari Guðna er talið líklegt til að afla framsóknarmönnum mikils fylgis í höfuðborginni.

Góð tilbreyting í pólitískri umræðu

Það var skynsemi í máli Ásgeirs Jónssonar hagfræðings um gjaldeyrishöftin í Vikulokunum á RÁS 1 í morgun. Umræðan um afnám haftanna í dag snýst mest um hvernig og hvenær þau verða afnumin, sem er auðvitað mikilvægt. En mikilvægara er þó, eins og Ásgeir benti á í þættinum, að ræða hvað tekur við eftir afnám haftanna, hvernig lífið í landinu verður utan hafta og hvernig okkur muni reiða af. Ásgeir vill einnig meina að umræðan um höftin, afnám þeirra og hvað síðan tekur við eigi að fara fram í samfélaginu öllu, enda sé um sameiginlegt verkefni okkar allra að ræða og skipti okkur öll gríðarlegu máli.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS