Eftir allt upphlaupið. Eftir öll hrópin. Eftir allar hótanirnar. Eftir alla umfjöllunina sem þau kölluðu eftir og fengu – stendur þetta eftir:
Það kostaði að rannsaka Hrunið.
Hinn dæmalausi formaður fjárlaganefndar veltir því nú fyrir sér hvort skýrslur RNA „…séu það góðar að það megi draga af þeim einhvern lærdóm.“
Gegnum spilltur varaformaður fjárlagnefndar segir að við (sem þjóð) ætlum líklega aldrei að læra af mistökum okkar og það sé þjóðin sem borgi en hún eigi betra skilið.
Uppgjörið við Hrunið ætlar að verða þessu liði erfitt.