Munu brauðmolarnir skila sér?

Það vekur athygli að nýlegt uppgjör margra af stærstu fyrirtækjum landsins er gott. Þau virðast græða á tá og fingri sem aldrei fyrr sem er auðvitað gott og blessað fyrir skulduga þjóð og þjóðhagslega afar mikilvægt að fyrirtæki gangi vel.  Icelandair, lykilfyrirtæki landsins í ferðaþjónustu, skilaði frábæru uppgjöri í vikunni.

Hvítur á leik ...

Það eru gríðarleg átök á milli formanna stjórnarflokkanna um afnám haftanna. Eitt stærsta skrefið í þá átt er að samkomulag náist við stjórnvöld um skuldabréf á milli þrotabús gamla Landsbankans og þess nýja. Í grunninn snýst deila þeirra félaga um hvort semja eigi um uppgjör þrotabúa bankanna, eins og Bjarni Benediktsson og Seðlabankinn vilja gera, eða fara svo kallaða gjaldþrotaleið sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill fara. Fram til þessa hefur Bjarni orðið undir í baráttunni við Sigmund Davíð en það gæti breyst í dag þegar lokafrestur rennur út um afgreiðslu málsins af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Flokkurinn sér um sína

Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg og gæti ógnað fjárhagslegu sjálfstæði bæjarfélagsins. Þetta á sér langan aðdraganda óstjórnar og óreiðu lengst af undir forystu Árna Sigfússonar og sjálfstæðismanna. Nú er ný bæjarstjórn undir forystu Kjartans Más Kjartanssonar nýs bæjarstjóra tekin við óreiðunni og hefur hafist handa við að glíma við að ná utan um stöðuna.
Flokkurinn hefur svo auðvitað tryggt gamla bæjarstjóranum starf á vegum ríkisins.
Það þarf ekki að spyrja að því.

 

Guðirnir láta ekki plata sig ...

Illugi Gunnarsson ráðherra segist þakka guði fyrir það á degi hverjum að við (Íslendingar) hefðum sloppið við að borga Icesave. Þetta kom fram í einkaviðtali við hann á Bylgjunni á sunnudaginn (12:57). Ekki veit ég hvaða guð það er sem Illugi beinir þakklæti sínu til enda skiptir það ekki neinu máli.
Fyrsta greiðsla úr þrotabúi gamla Landsbankans til forgangskröfuhafa (Icesave) var í desember 2011 og nam um 410 milljörðum króna.
Önnur greiðsla var innt af hendi í maí 2012 um 172 milljarðar króna.
Þriðja greiðsla fór fram í október 2012, 80 milljarðar króna. Með þessari greiðslu höfðu forgangskröfuhafar fengið upphæð lágmarkstryggingarinnar á hvern reikning í hendur.

Pólitískir tuddar

Í haustbyrjun 2013 gekk Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra í þeim tilgangi að fá upplýsingar um áform stjórnvalda varðandi spítalann í fjárlagafrumvarpi sem þá átti að fara að leggja fram. Í kjölfar fundarins sagði Björn upp starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Honum ofbauð að heyra boðskap ráðherrans og sagðist ekki ætla að verða sá sem leiddi þjóðarsjúkrahúsið fram af bjargbrúninni. Fleiri aðilar úr heilbrigðisgeiranum vöruðu við því sem þá var lagt upp með en það var ekki hlustað á þá frekar en forstjóra Landspítalans.

Enn ein lygin!

Stjórnvöld fara með sannleikann líkt og takmarkaða auðlind sem beri að fara sparlega með. Því er öðruvísi farið með norska embættis- og stjórnmálamenn.
Það er sem sagt komið í ljós að því var logið að okkur öllum, þingi og þjóð, að norsku vélbyssurnar hafi verið vinargjöf norskur þjóðarinnar til frændfólksins á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og vinnumenn þeirra hafa enn og aftur runnið til á hálu svelli lyginnar. Það sama virðist eiga við um fleiri ef marka má þessa frétt.

Ætli þau skammist sín ekki?

Um mitt ár 2010 voru samþykkt lög á Alþingi um byggingu nýs Landspítala. Lögin voru samþykkt með 45 samhljóða atkvæðum. Fjórir þingmenn sátu hjá, þau Eygló Harðardóttir, Höskuldur Þórhallsson, Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Lögin gerðu ráð fyrir því að sjúkrahúsið yrði byggt og fjármagnað af öðrum en ríkinu sem síðan myndi leigja það. Þetta gekk ekki eftir vegna áhugaleysis þeirra sem höfðu gert sig líkleg til að leggja peninga í verkefnið.

Svikamyllan

Seðlabanki Íslands tapaði 35 milljörðum á 80 milljarða láni til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett haustið 2008. Við vitum enn ekki hvers vegna lánið var veitt né hvert peningarnir fóru.
Stóra millifærslan er sambærilegt mál. Um er að ræða 80 milljarða sem greiða á úr ríkissjóði. Ólíkt láni Seðlabankans þá vitum við hvað verður um þá peninga. Það kemur fram í 8. og 11. grein laganna sem Alþingi samþykkti um málið. Þessar greinar eru í raun og veru kröfulisti í millifærsluna, nokkurs konar veðbókarvottorð sem verður að hreinsa upp við útgreiðslu á millifærslunni.
Samkvæmt þessum greinum er kröfuröðin þessi:
1. Greiða upp kröfur sem standa út af þegar fólk hefur misst húsin sín á nauðungarsölu.

Bjarni: Höftin ekki að fara og krónan er ónýt

Í aðdraganda síðustu kosningar og kjörtímabilið allt þar á undan fullyrti formaður sjálfstæðisflokksins að það væri tiltölulega létt verk að afnema gjaldeyrishöftin. Það ætti ekki að taka marga mánuði. Í kjölfar kosninganna hefur hann ásamt formanni framsóknarflokksins síðan sent frá sér margar misvísandi yfirlýsingar um afnám haftanna eins og ég hef áður skrifað um. Í dag bætti hann svo enn einni yfirlýsingunni í safnið.

Uppstokkun á stjórnarheimilinu?

Bjarni Benediktsson er í miklum vandræðum vegna hækkunar á matarskattinum, úr 7% í 12%. Þingmenn framsóknarflokksins hafa lýst miklum efasemdum með málið og almenn óánægja er í samfélaginu með þessar fyrirætlanir. Ríkisstjórnin er afar óvinsæl, sérstaklega þó framsóknarflokkurinn og talsverður ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um mörg mál, t.d. brennivín í búðir og breytingar á menntakerfinu, eins og fram hefur komið.
Framsóknarmenn sjá því færi í því núna að rétta sinn hlut með því að setja sig upp á móti hækkun á matarskatti og róa á vinsældarmið ólgu og óánægju eins og þeim er svo tamt. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki margar leiðir út úr þessu. Það er afar ólíklegt að Bjarni muni gefa eftir hækkun matarskattsins – nema gegn góðu gjaldi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS