Bjarni Benediktsson er í miklum vandræðum vegna hækkunar á matarskattinum, úr 7% í 12%. Þingmenn framsóknarflokksins hafa lýst miklum efasemdum með málið og almenn óánægja er í samfélaginu með þessar fyrirætlanir. Ríkisstjórnin er afar óvinsæl, sérstaklega þó framsóknarflokkurinn og talsverður ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um mörg mál, t.d. brennivín í búðir og breytingar á menntakerfinu, eins og fram hefur komið.
Framsóknarmenn sjá því færi í því núna að rétta sinn hlut með því að setja sig upp á móti hækkun á matarskatti og róa á vinsældarmið ólgu og óánægju eins og þeim er svo tamt. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki margar leiðir út úr þessu. Það er afar ólíklegt að Bjarni muni gefa eftir hækkun matarskattsins – nema gegn góðu gjaldi.