Þeir kunna ekki að stjórna

Hagstofan birtir í dag nýjustu upplýsingar um viðskipti Íslands við útlönd. Samkvæmt því er halli á vöruskiptum það sem af er árinu 16,2 mia.kr. Þetta þýðir að við flytjum inn vörur fyrir hærri upphæð en við flytjum út. Þann mismun, þ.e. þessa mínus 16,2 mia.kr. greiðum við með því að ganga á sameiginlega inneign okkar. Við eyðum sem sagt meira en við öflum, sem er grafalvarlegt mál. Hallinn á vöruskiptum við útlönd er nú nánast sá sami og í maí 2005 og allir vita svo hvað gerðist í framhaldinu af því. Það má sjá hér fyrir þá sem vilja.
Ríkisstjórn hægrimanna virðist ekki átta sig á þessu. Þeirra viðbrögð eru að auka enn á vöruskiptahallann og greiða enn meira fyrir það á kostnað almennings. Þau boða lækkun vörugjalda sem mun auka innflutning. Þau boða lækkun skatta og gjalda sem mun auka neyslu.
Það verður aldrei af hægrimönnum tekið að þeim fer illa að stjórna landinu.