Þann 2. október 2008 lagði Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, fram á Alþingi Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2009. Í áætluninni spáði Geir því að 1,6% samdráttur yrði í hagkerfinu árið 2009. Geir spáði því jafnframt að fjárfesting í íbúðahúsnæði myndi dragast eitthvað saman á árinu en þó ekki nema um 1,2% þar sem mesti samdrátturinn hafi þegar komið fram á árinu 2008. Hann sagði einnig líklegt að það myndi hægja eitthvað á vexti útflutnings og að innflutningur myndi einnig dragast saman um 1,6%. Geir gerði ráð fyrir því að á árinu 2009 næði viðskiptajöfnuður meira jafnvægi en áður og að gengi krónunnar myndi styrkjast um 3% á árinu 2009! Geir spáði því svo að atvinnuleysi gæti líklega aukast um 1,5% á milli áranna 2008 og 2009 og kaupmáttur rýrna um 1,4%.