Dr. Misskilningur

Enginn maður er jafn misskilinn og forsætisráðherra Íslands. Það er eins og allir misskilji allt sem hann segir. Ekki nóg með það. Heldur er allt sem aðrir segja rangt á meðan hann einn fer með rétt mál. Það getur aldrei endað vel að slíkur misskilningur sé ríkjandi á milli þjóðarinnar og leiðtoga hennar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þrjár fréttir af vef mbl.is, tvær um hinn endalausa misskilning og rangfærslur og ein um minni hagvöxt en ráðherrann heldur fram að sé. Sem er líka örugglega misskilningur eða lygi.
Það verður annaðhvort að skipta um þjóð eða forsætisráðherra.

Stóra millifærslan í fullkomnu uppnámi

Í tilefni af því að nú er runnin upp sú stund sem skuldarar áttu að hafa fengið niðurstöðu útreikninga úr stóru millifærslunni er ástæða til að taka stöðu á málinu.

Tvö símtöl úr Seðlabankanum

Símtal þáverandi bankastjóra Seðlabankans og þáverandi forsætisráðherra um 80 milljarða króna lán Seðlabankans til Kaupþings í október 2008 hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. En þetta er ekki eina símtalið sem fyrrverandi seðlabankastjóri hljóðritaði án vitundar hins aðilans.
Í viðtali við Viðskiptablaðið segir bankastjórinn fyrrverandi frá því að hann hafi átt símtal við seðlabankastjóra Bretlands þetta sama haust um Icesave-málið. Þar átti sá breski að hafa lofað þeim íslenska að Icesave-krafan yrði ekki innheimt. Sá íslenski sagði að sér hefði „… þótti mjög vænt um að heyra þetta og þakkaði honum vel fyrir.“
Skiljanlega.

Enn víkur Geir sér undan ábyrgð

Um þetta má eitt og annað segja.
Í fyrsta lagi: Það er rangt hjá Geir H. Haarde að Seðlabankinn vilji halda leynd yfir símtali hans og Davíðs um 500 milljón evra lán (78 milljarða króna) til Kaupþings. Þvert á móti vill Seðlabankinn upplýsa um þessi samskipti. Það vill Geir hins vegar ekki. Það getur hann gert í krafti þess að Davíð sagði honum ekki frá því að hann væri að hljóðrita símtalið.

Takmarkalaus heift.

Tveir fullorðnir karlmenn, annar þeirra forsætisráðherra Íslands og hinn vinur hans á Stöð 2 skemmtu sér konunglega í sjónvarpinu í gær.
Vinurinn festi myndavél á forsætisráðherrann þegar sá síðarnefndi fór í hádegismat í vikunni. Útkoman var svo sýnd á Stöð 2. Þar mátti m.a. sjá forsætisráðherra kasta pílum í mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur forvera sínum í ráðuneytinu.
Þeir hlógu mikið vinirnir.
Þvílík heift.
Þvílík skömm.

Rústumessu!

„Rústum fjárlagafrumvarpinu“! Þetta öskraði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi  þingmaður stjórnarandstöðunnar, og steytti hnefann á fundum í kjördæmi sínu haustið 2010. Ástæðan var sú stefna sem fram kom í frumvarpinu um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og ekki síst sameining og styrking sjúkrastofnana um landið. Þessi óp ráðherrans núverandi voru einkennandi fyrir afstöðu stjórnarandstöðunnar á þeim tíma til allra mála, þ.e. að leggjast gegn öllu og rústa allt.

Spámaðurinn Geir

Þann 2. október 2008 lagði Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, fram á Alþingi Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2009. Í áætluninni spáði Geir því að 1,6% samdráttur yrði í hagkerfinu árið 2009.  Geir spáði því jafnframt að fjárfesting í íbúðahúsnæði myndi dragast eitthvað saman á árinu en þó ekki nema um 1,2% þar sem mesti samdrátturinn hafi þegar komið fram á árinu 2008. Hann sagði einnig líklegt að það myndi hægja eitthvað á vexti útflutnings og að innflutningur myndi einnig dragast saman um 1,6%. Geir gerði ráð fyrir því að á árinu 2009 næði viðskiptajöfnuður  meira jafnvægi en áður og að gengi krónunnar myndi styrkjast um 3% á árinu 2009! Geir spáði því svo að atvinnuleysi gæti líklega aukast um 1,5% á milli áranna 2008 og 2009 og kaupmáttur rýrna um 1,4%.

Falskt neyðarkall úr Eyjum!

Elliði Vignisson sendir þingmönnum sjálfstæðisflokksins neyðarkall í dag. Ekki vegna fjárlagafrumvarpsins, niðurskurðarins í heilbrigðis- og menntakerfinu og ekki vegna þess að hætt hefur verið við byggingu á nýjum Herjólfi. Neyðarkallið er sent út fyrir hönd útgerðarmanna í Vestmannaeyjum og þeim til bjargar. Ástæðan er frétt í dagblaði útgerðarmanna um að afkoma sjávarútvegsins hafi orðið lítið eitt verri á árinu 2013 en hún var árið á undan og að sjávarútvegurinn í heild sinni greiði  tæpa 9 milljarða króna í tekjuskatt.

Upplausn og óvissa

Stéttarfélögin í landinu hafa slitið öllu samstarfi við ríkisstjórn hægriflokkanna. Það hafa læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum líka gert. Það stefnir í hörð átök á vinnumarkaðinum í vetur.
Það er almenn upplausn innan fjölmargra opinberra stofnana vegna óvissra fyrirætlana stjórnvalda og fjandsamlegs viðhorfs þingliðs stjórnarflokkanna til stofnana og starfsfólks þeirra.
Á rétt rúmu ári hefur ríkisstjórnarflokkunum tekist að valda meiri upplausn, óvissu og úlfúð í samfélaginu en dæmi eru um. Sem er engin tilviljun.
Það er í svona ástandi sem varnir fólks eru veikastar og möguleikar stjórnvalda eru bestir til að ná fram markmiðum sínum.
Því kjósa stjórnarliðar að standa í stöðugu stríði við fólkið í landinu og valda sem mestum usla í samfélaginu.

Minningar um alþýðuhetju og eggjakast

Í gær voru liðin þrjú ár frá setningu Alþingis 2011. Þá var almenningi að venju boðið upp á að grýta þingmenn og Dómkirkjuna að vild. Margir þáðu boðið og flestum fannst það í góðu lagi enda var nánast bara verið að kasta mjúkum hlutum og hættulausum í þingmennina. Það höfðu allir gaman af því.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS