Skattkerfisbreytingar á árunum eftir Hrun höfðu að stofninum til tvíþætt hlutverk. Annars vegar að afla ríkissjóði tekna og hins vegar að dreifa byrðum Hrunsins á þá sem meira höfðu á milli handanna. Þess vegna voru m.a. skattar á auðuga hækkaðir, sem og á fjármagnstekjur umfram ákveðið lágmark sömuleiðis. Með því að afla nýrra tekna með þeim hætti var komið í veg fyrir enn meiri niðurskurð í rekstri velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfisins. Eftir breytingarnar færðist skattkerfið hér á landi nær því sem það var og er í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við.
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, vill að þessum skattahækkunum verði „skilað til baka“, líkt og um þýfi sé að ræða.