Píratar grafa holu

 Píratar leggja til að við næstu kosningar verði mynduð ríkisstjórn um tvö verkefni. Annars vegar að lögfesta tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá og hins vegar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild Íslands að ESB. Allt annað sem þarf að gera á þessum sex mánuðum eins og t.d. samþykkt fjárlaga verður gert án breytinga.
Í þessu felast miklar mótsagnir við fyrri áherslur Pírata um opið lýðræðislegt samfélag þar sem allir geta tekið þátt og haft áhrif.

Rosalega gott nammi

Döðlunammi er í hávegum haft á mínu heimili enda rosalega gott og gaman að búa það til. Það sem til þarf er þetta:
400 gr döðlur
120 gr púðursykur
250 gr smjör
3 bollar Rice krispies
300 gr súkkulaði

Mér var skemmt ...

 Af þessu tilefni rifjaðist upp fyrir mér atvik sem átti sér stað þegar aurskriður féllu á byggðina í Ólafsfirði árið 1988 og ollu miklu tjóni. Þorsteinn Pálsson, sem þá var forsætisráðherra, gerði sér ferð norður til að líta á aðstæður ásamt Matthíasi Á. Mathiesen samgönguráðherra. Þeir flugu til Akureyrar en sökum þess að Ólafsfjarðarmúli var ófær vegna rigninga og skriðufalla var ég beðinn um að sækja þá félaga sjóleiðina til Dalvíkur á litlum bát og sigla þeim þaðan til Ólafsfjarðar.

Gott ár hjá Samherja

 Samherji hf hefur birt ársuppgjör sitt vegna 2014. Óhætt er að segja að árið hafi verið gott hjá fyrirtækinu þótt samdráttur sé á milli ára sem skýrist að stærstum hluta af sölutekjum á árinu 2013. Hagnaður fyrirtækisins í fyrra var 11 milljarðar og heildartekjur fyrirtækisins og félaga þess voru tæpir 80 milljarðar króna. Fyrirtækið greiddi um 900 milljónir í veiðileyfagjald, litlu minna en árið á undan.
Fáir gera sér grein fyrir stærð og umfangi Samherja og hversu geysistórt fyrirtækið er. Um helmingur starfsemi fyrirtækisins er erlendis og selur það afurðir sínar til 60 landa.

Skilið þýfinu!

Skattkerfisbreytingar á árunum eftir Hrun höfðu að stofninum til tvíþætt hlutverk. Annars vegar að afla ríkissjóði tekna og hins vegar að dreifa byrðum Hrunsins á þá sem meira höfðu á milli handanna. Þess vegna voru m.a. skattar á auðuga hækkaðir, sem og á fjármagnstekjur umfram ákveðið lágmark sömuleiðis. Með því að afla nýrra tekna með þeim hætti var komið í veg fyrir enn meiri niðurskurð í rekstri velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfisins. Eftir breytingarnar færðist skattkerfið hér á landi nær því sem það var og er í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við.
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, vill að þessum skattahækkunum verði „skilað til baka“, líkt og um þýfi sé að ræða.

Vont innlegg fyrrum bæjarstjóra

 Ráðning fyrrum bæjarstjóra Norðurþings til PCC sem ætlar að reisa kísilver við Húsavík, gerir aðkomu hans og þar með sveitarfélagsins að verkefninu tortryggilega.
Vonandi þó að ástæðulausu.
Engu að síður​ er ráðning hans vont innlegg í umræðu um atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

 

Ekki-frétt dagsins

 Í fréttum RÚV í kvöld var sagt frá því að Landspítalinn yrði kannski rekinn innan ramma fjárlaga í ár. Formaður fjárlaganefndar fagnaði þessu skiljanlega og mærði mjög ráðherra heilbrigðismála af þessum sökum. Skilja mátti á fréttinni að um mikil tímamót og viðsnúning væri að ræða.
Það er nú öðru nær.

Vond niðurstaða hjá Pírötum

 Píratar hafa kynnt stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Í stuttu máli er hún þessi:

1. Útgerðarmenn eiga að ráða því sjálfir hvað þeir borga fyrir aflaheimildir.
2. Bundið skal í stjórnarskrá að greiða eigi „fullt gjald“ fyrir aflaheimildir til hóflegs tíma.
3. Allur afli sem veiddur er á Íslandsmiðum skal boðinn upp á markaði.
4. Handfæraveiðar skulu vera frjálsar og án takmarkana.

Veikleikar Bjarna Benediktsson

Af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar hefur enginn komið jafn illa út úr umræðunni um viðskiptabann Rússa á Ísland og Bjarni Benediktsson. Bjarni hefur sveiflast öfganna milli í málinu, allt frá því að lýsa yfir verulegum efasemdum um að Ísland standi með öðrum þjóðum í þvingunum gegn Rússum í að lýsa yfir algjörum stuðningi við þær þvinganir. Hann hefur sagt að málið hafi verið lítið rætt í ríkisstjórn á meðan utanríkisráðherra hefur fullyrt að algjör samstaða  ríki innan ríkisstjórninnar um það.

Ómerkilegt lýðskrum

Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness vill „afmá“ (eyða – útrýma) bankastjóra Seðlabanka Íslands vegna undangenginna vaxtahækkana. Þetta er svakalega bjánalegt af Vilhjálmi og um leið dæmigert fyrir lýðskrum sem hann hefur stundum gerst sekur um.
Lögum samkvæmt hefur Seðalabankinn það hlutverk að verja efnahagslegan stöðugleika og sjá til þess að efnahagsleg markmið stjórnvalda nái fram að ganga – svo framarlega sem þau ógni ekki efnahag landsins.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS