Hinn eini sanni tónn ...

 Ég get ekki að því gert að mér finnst hugmyndin um einn stóran ríkistónlistarskóla á margan hátt fáránlega sjarmerandi. Hver myndi t.d. ekki vilja vera skólastjóri Tónlistarskóla íslenska ríkisins? Hugmyndin ein og sér fær mig til að söngla með sjálfum mér. Svoleiðis skóli gæti t.d. staðið fyrir árlegri samkeppni um ríkislagið sem flutt yrði við hátíðlega athöfn á sumardeginum fyrsta hvert ár. Skilyrði væri auðvitað að ríkislagið yrði annað tveggja samið í D- eða B- dúr, ríkisflokkunum til heiðurs. Hugsið ykkur hvað það yrði miklu auðveldara að spila og syngja á mannamótum ef aðeins væri til eitt lag og einn texti sem allir kynnu og elskuðu að syngja!

Það var tími til kominn!

 Það er rétt hjá Kristjáni Þór Magnússyni, bæjarstjóra Norðurþings, að bygging kísilvers á Bakka við Húsavík mun styrkja innviði sveitarfélagsins og verða góð innspýting fyrir atvinnulífið á Norðausturlandi. Þetta svæði fór eins og mörg önnur illa út úr því tímabili sem kennt hefur verið við góðæri, störf töpuðust bæði í einka- og opinbera geiranum og fólksfækkun var mikil. Það hefur verið unnið lengi að því að koma þessu verkefni á koppinn og margir komið að því. Í ársbyrjun 2013 var gerður samningur á milli sveitarfélagsins, ríkisins og fyrirtækisins sem um ræðir um ýmis mál tengdum verkefninu og skipti miklu máli við framgang verkefnisins.

Framsókn lúffaði

 Eftir að hafa pælt mig að mestu í gegnum þau gögn sem ríkisstjórn hægriflokkanna hefur sent frá sér í dag vegna gjaldeyrishaftanna komst ég að eftirfarandi niðurstöðu:
1. Stjórnvöld hafa fallist á skilyrði kröfuhafa fyrir afnámi haftanna. Samningar liggja fyrir.
2. Af því leiðir að það verður enginn stöðugleikaskattur lagður á.
Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að ég er hvorki skarpasti kutinn í skúffunni né skín pera mín skært í samanburði við aðrar í seríu stjórmálamanna. Mér fannst þessi niðurstaða mín því heldur ósennileg, ekki síst í ljósi umstangsins af hálfu formanna stjórnarflokkanna. Þannig að ég beitti brögðum til að reyna að fá skorið úr um hvort ályktun mín væri rétt..

Þetta getur ekki gengið svona lengur

 Alþingi var kallað saman að kvöldi sjómannadags til að setja lög til að forðast frekara tjóna vegna leka að öllum líkindum úr forsætisráðuneytinu. Það er býsna alvarlegt mál.
Lekinn endurspeglar deilur og átök milli stjórnarflokkanna um eitt stærsta samtímamál okkar, afnám gjaldeyrishafta. Í þeim deilum virðist sem svo að forsætisráðherra og hans lið láti sig almannahag litlu skipta og það ekki í fyrsta sinn.

Úr heiðskíru framsóknarlofti!

 Það féllu af mér nokkrar dauðar lýs, þó ekki allar, við lestur tveggja pistla forhertra framsóknarmanna í gær sem ekki eru kunnir fyrir að tala vel um vinstristjórnina eða hefja verk hennar til mikilla hæða. En nú ber svo við að úr pennum þeirra beggja fossar texti sem mun fara í annað og meira en fótnótur í sögu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar, slík voru lofsorðin. Þeir Jóhannes Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Björn Ingi Hrafnsson, eigandi nokkurra fjölmiðla sem allir skilja framsókn betur en hún sjálf, vitna í skrifum sínum til þess að jöfnuður hafi aldrei verið meiri en eftir tímabil vinstristjórnarinnar.

Hvenær er nóg nóg?

Stjórnarliðar reyndu að telja fólki í trú um að þeir hefðu slegið enn eitt heimsmetið með því auka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins á fjárlögum ársins. Sérstaklega var þó Landspítalinn sjálfur sagður vera í miklum forgangi. Þau reyndar tala um heilbrigðiskerfið sem „ríkisbákn“ sem „kalli stöðugt eftir meira og meira“ af fólkinu í landinu. Aðspurð hvort þetta væri nóg til rekstrar, var svarað með þjósti: „Hvenær er nóg nóg?“.
Nú þegar árið er tæplega hálfnað hefur þeim tekist að tæta Landspítalann meira og minna í sundur og alvarlega veikt fólk fær ekki lengur lyf þar sem peningarnir eru búnir. Ríkisbáknið er líkast til búið að fá nóg að mati þingliðs og ríkisstjórnarflokkanna. Það má héðan frá étið það sem úti frýs.
En hvenær fær þjóðin nóg af þessu liði?

Er það til of mikils mælst?

 Rétt áður en ríkisstjórn hægriflokkanna lagði fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítalans, upp störfum. Hann sagðist ekki ætla að verða sá sem leiddi spítalann fram af þeirri bjargbrún sem hann sá framundan eftir að hafa heyrt frá fyrstu hendi hver áform ríkisstjórnarinnar voru varðandi spítalann.
Núna, tæpum tveimur árum síðar, vitum við hvað það var sem  Björn Zoëga var þá að vara við. Það er ekki nóg með að Landspítalinn sé á heljarþröm, heldur er á þessum tíma búið að keyra heilbrigðiskerfið meira og minna allt í fullkomna klessu. Það hlýtur að vera heimsmet í einhverjum skilningi.

Draumaland Viðskiptaráðs

 Viðskiptaráð Íslands hefur uppfært lista sinn yfir skattabreytingar frá Hruni. Samkvæmt honum hafa skattar hækkað 176 sinnum og lækkað 44 sinnum frá því að draumurinn um íslenska efnahagsundrið breyttist í martröð haustið 2008. Nettó hafa skattar því hækkað 132 sinnum frá Hruni samkvæmt Viðskiptaráði.
Stærsta verkefni vinstristjórnarinnar var að bjarga Íslandi frá endanlegu gjaldþroti. Það væri synd að segja að Viðskiptaráð hafi verið jafn hjálplegt í þeirri baráttu eins og það hafði verið í að varða leiðina í Hrunið sjálft.

Ótrúleg afkoma hjá HB-Granda

HB-Grandi birti í dag uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2015. Afkoman er vægast sagt gríðarlega góð. Í stuttu máli voru tekjur fyrirtækisins á fyrstu þrem mánuðum ársins 53,3 milljónir evra eða rétt tæpir 8 milljarðar króna. Hreinn hagnaður á tímabilinu var 13,8 milljónir evra eða liðlega 2 milljarðar króna og EBITDA 21,4 milljón evra eða 3,2 milljarðar íslenskra króna. EDITDA sem hlutfall af tekjum á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins er 40,1% sem er gríðarlega mikið og margfalt á við það sem gott þykir hjá flestum fyrirtækjum.
Til upprifjunar dyggum lesendum bvg.is er EBITDA hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir.

Eitthvað sem jafnvel Brynjar á að skilja

Fyrir þrem árum mótmæltu útgerðarmenn veiðigjöldum á Austuvelli.
Í dag stendur almenningur á sama stað og mótmælir ríkisstjórninni sem lækkaði veiðigjöldin.
Þetta á jafnvel Brynjar Níelsson að skilja.
Sem ég veit að hann gerir.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS