Það féllu af mér nokkrar dauðar lýs, þó ekki allar, við lestur tveggja pistla forhertra framsóknarmanna í gær sem ekki eru kunnir fyrir að tala vel um vinstristjórnina eða hefja verk hennar til mikilla hæða. En nú ber svo við að úr pennum þeirra beggja fossar texti sem mun fara í annað og meira en fótnótur í sögu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar, slík voru lofsorðin. Þeir Jóhannes Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Björn Ingi Hrafnsson, eigandi nokkurra fjölmiðla sem allir skilja framsókn betur en hún sjálf, vitna í skrifum sínum til þess að jöfnuður hafi aldrei verið meiri en eftir tímabil vinstristjórnarinnar.