„Ekki er hægt að taka út meiri launahækkanir en sem nemur framleiðsluaukningu nema að menn vilji verðbólgu og hærri vexti. " Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann var spurður út í ítrekuð verkföll opinberra starfsmanna á þessu ári á Alþingi í dag. Nú þegar væri búið að taka umtalsvert fram yfir.
Þetta er ansi merkileg yfirlýsing hjá Bjarna Benediktssyni. Í raun er hann að segja að þeir sem þegar hafa samið um kaup og kjör hafi tekið úr meira en innstæða er fyrir og því verði hinir sem eftir eru að láta sér nægja mylsnurnar. Við vitum hverjir það eru - fyrst og síðast láglaunafólk, meirihlutinn konur.
Það er ekki mikil reisn yfir fjármálaráðherranum í dag frekar en aðra daga.