Eygló reiknar

Eygló Harðardóttir er ráðherra húsnæðismála. Hún hefur ekki komið neinu í verk í húsnæðismálum á þeim ríflega tveim árum sem hún hefur verið ráðherra. En hún er hugmyndarík. Nýjustu hugmyndir hennar snúa að því að lækka húsnæðiskostnað um 10% með því að allir aðilar sem komi að byggingu húsnæðis lækki kostnað sinn um 1%. Ég endurtek: Lækka byggingarkostnað um 10% með því að allir lækki sinn hlut um 1%.

Vítin eru til að varast þau

Gríðarlegir hagsmunir fylgja uppgjöri gömlu föllnu einkavæddu bankanna. Það kemur best í ljós núna þegar kröfuhafar og eigendur Glitnis bjóða stjórnvöldum þrotabúið í skiptum fyrir peninga. Í sjálfu sér hefur ekkert breyst annað en að kröfuhafar leggja fram eignir í stað peninga eins og þeim hafði áður verið boðið af hálfu stjórnvalda.
Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru þau að ríkið myndi selja bankann ef af þessu yrði og það sem fyrst. Annað væri óeðlilegt að hans mati. Engar frekari skýringar á því. Forsætisráðherra tekur að sjálfsögðu undir.

Skilaboð frá fjármálaráðherra

„Ekki er hægt að taka út meiri launa­hækk­an­ir en sem nem­ur fram­leiðslu­aukn­ingu nema að menn vilji verðbólgu og hærri vexti. " Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, þegar hann var spurður út í ít­rekuð verk­föll op­in­berra starfs­manna á þessu ári á Alþingi í dag. Nú þegar væri búið að taka um­tals­vert fram yfir.

Þetta er ansi merkileg yfirlýsing hjá Bjarna Benediktssyni. Í raun er hann að segja að þeir sem þegar hafa samið um kaup og kjör hafi tekið úr meira en innstæða er fyrir og því verði hinir sem eftir eru að láta sér nægja mylsnurnar. Við vitum hverjir það eru - fyrst og síðast láglaunafólk, meirihlutinn konur.
Það er ekki mikil reisn yfir fjármálaráðherranum í dag frekar en aðra daga.

 

Ógeðslega ríkir vildarvinir

Stjórnendur Arion banka virðast hafa einsett sér að gera útvalda vildarvini bankans ógeðslega ríka. Símagjöfin er langt frá því eina dæmið um það, þau eru miklu fleiri. Nefna má Reiti, Haga og Eykt því til stuðnings en í öllum tilfellum ákváðu stjórnendur Arion banka að tríta vini sína sérstaklega vel. Gera þá enn ríkari en þeir voru.

Ótrúlega galið mál

 Það er ótrúlega galið að einn maður, í þessu tilfelli forsætisráðherra landsins, skuli óáreittur hafa tekið sér vald sem hann á ekki að hafa. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, sjálfstæðisflokkurinn, skuli láta þetta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Það er fullkomlega óboðlegt að sveitarstjórnin skuli búa við þau ósköp að eiga það undir geðslagi og smekk forsætisráðherra hvernig honum dettur í hug að beita þessu valdi sínu.
Furðulegast af öllu er þó að fæstir virðast kippa sér upp við þetta.
Hvernig sem á því stendur.

 

Landsbankinn verður einkavæddur

Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. (Álytun flokksþings framsóknarflokksins 2015 bls. 4)

Áhyggjuefni fyrir okkur öll

 Þann 5. október 2014 skrifaði ég þennan pistil.  Í kvöld, ríflega ári síðar, er þetta að gerast. Forsætisráðherrann bregst við með þessum hætti. Hann og ríkisstjórn hans elur á upplausn og óvissu og efnir til átaka þegar minnsta færi er á því.
Frá því hægristjórnin tók við vorið 2013 hefur landið logað í átökum á vinnumarkaðinum. Fá dæmi eru um samsvarandi tímabil á síðari tímum. Og ekkert sem bendir til að þessu muni linna.
Sem er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll.

 

Athyglisvert!

Á vef Fiskistofu má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Þar á meðal um veiðigjöld. Hér má t.d. sjá hver þróun veiðigjalda hefur verið frá því við lok síðasta kjörtímabils til ársins í ár.
Athyglisvert!

Illugi Gunnarsson er ekki góður menntamálaráðherra.

 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra virðist ekki geta gert neitt rétt þessa dagana. Í dag var haldið fjölmennt málþing um læsi í Háskólanum á Akureyri sem á rætur sínar að rekja til umræðu sem ráðherrann sjálfur og undirmenn hans hrundu af stað fyrr í haust á mjög veikum grunni. Ráðherrann mætti á málþingið, hélt u.þ.b. 10 mínútna ræðu – og yfirgaf svo fundinn. Hann þurfti að komast á fótboltaleik í Reykjavík sem hann tók fram yfir  að ræða um læsi við skólafólk á Akureyri.

Arion banki í vafasömum gjörningi

Arion banki, sem er  13% í eigu ríkisins, seldi fyrir einungis nokkrum vikum handvöldum aðilum hluti í Símanum hf. í tveimur 5% skömmtum.  Fyrri hópurinn sem fékk að kaupa á genginu 2,5 kr. á hlut innihélt Orra Hauksson forstjóra Símans og nokkra aðra íslenska og erlenda fjárfesta sem flestir tengjast Símanum ekkert. Seinni hópurinn samanstóð af svokölluðum „einkabankakúnnum“ Arion banka sem fékk að kaupa á genginu 2,8 kr. á hlut.  Einkabankakúnnar eru ríkustu viðskiptavinirnir í eignastýringu Arion banka. Spyrja má hverjir vildarvinir Arin banka séu í þessu samhengi. Eru ráðherrar og/eða þingmenn stjórnarflokkanna í þeim hópi?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS