Það er aldrei rétti tíminn til að bæta og efla heilbrigðiskerfið að mati hægrimanna. Landspítalinn kom gjaldþrota út úr góðærinu, hann átti hvorki fyrir launum né lyfjum. Þannig skilaði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra, flaggskipi íslenska heilbrigðiskerfisins til okkar. Nú lýsir forstjóri Landspítalans því yfir að heilbrigðiskerfið hafi fallið niður um flokk undir stjórn hægriflokkanna. Það er beinlínis hætta á að það molni niður innan frá.