Þau ættu að skammast sín

Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra eru megin niðurstöður stóru millifærslunnar sem hér segir:

  1. Tekjuhæstu hóparnir fengu mest greidd inn á lánin sín
  2. Næst tekjulægsti hópurinn fékk minnst allra
  3. Skuldarar á höfuðborgarsvæðinu fengu mun meira en skuldarar á landsbyggðunum

Meginniðurstaða af aðgerðinni sem veitir fólki skattaafslátt gegn því að greiða húsnæðisskuldir með eigin sparnaði var sem hér segir:

Smá upprifjun um stjórnarskrármálið

Stundum ber orðræðan rökræðuna ofurliði og sögusagnir verða að fljúgandi staðreyndum sem enginn fótur er fyrir. Dæmi um það er að vinstristjórnin hafi svikið þjóðina í því að gera breytingar á stjórnarskránni.
Þegar betur er að gáð á þetta sér enga stoð í raunveruleikanum heldur þvert á móti.

Delluumræða um veiðigjöld

Á síðasta kjörtímabili voru samþykkt lög um veiðigjöld sem taka áttu mið af afkomu sjávarútvegsins hverju sinni. Sem sagt auðlindagjald.
Eitt af fyrstu verkum hægristjórnarinnar var að nema þau lög úr gildi og miða gjöldin við afkomu hvers og eins fyrirtækis – eða bara eitthvað annað.
Nú er það háð mati stjórnmálamanna hverju sinni hve há gjöldin eru sem sýnir betur en flest annað hversu arfavitlaus ákvörðun það var að kippa lögum um veiðigjöld úr sambandi sumarið 2013.

Kjarklaus framsóknarmaður

Framsóknarmönnum er tíðrætt um kjarkleysi þingmanna og embættismanna. Þorsteinn Sæmundsson virðist t.d. ekki átta sig á því frekar en margir aðrir að vextir ráðast að stórum hluta af trúðverðugleika efnahagsstefnu stjórnvalda og mati lánveitenda á framtíðarhorfum í efnahagsmálum. Þannig virka vextir oft eins og mælir á efnahagsstjórn og í nútíð og nánustu framtíð. Vextir og vaxtastig eru því ekki orsök slæms efnahags heldur afleiðing af slæmri stjórn og vondum horfum.
Þetta skilja flestir. Þó ekki allir.
Stundum þarf smá kjark til að horfast í augu við lífið eins og það er.
Þann kjark hafa ekki allir.
Eins og dæmin sýna.

Pólitísk herkvaðning Bjarna Benediktssonar

Til eru þeir sem trúa því að mótmæli vegna Hrunsins hafi verið skipulögð og jafnvel fjármögnuð af hálfu pólitískra andstæðinga sjálfstæðisflokksins. Í þeim hópi er m.a. þingflokksformaður flokksins og fyrrverandi formaður hans. Hvorugt þeirra trúir því að fólk hafi af sjálfsdáðum haft rænu á að mótmæla stjórnvöldum og afleiðingum Hrunsins á lífið í landinu. Þau líta á almenning sem viljalaust verkfæri stjórnmálamanna.

Alþjóðlegt stórfyrirtæki

Fæstir gera sér grein fyrir því hvað útgerðarfélagið Samherji er gríðarlega stórt og framsækið alþjóðlegt fyrirtæki. Fyrirtækið er með beinum eða óbeinum hætti með starfsemi, (útgerð og fiskvinnslu) í fjölmörgum löndum og hefur yfir að ráða flota öflugra og afkastamikilla skipa. Mikil endurnýjun á sér nú stað í þessum flota eins og fram hefur komið í fréttum. Fyrir um ári var togarinn Kirkella sjósettur en skipið er í eigu bresks félags í eigu Samherja og hollensks útgerðarfélags.

Getur það verið?

 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi í fyrra ítarlegri fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um 80 milljarða millifærslunnar sem kölluð hefur verið „leiðréttingin“. Fjármálaráðherrann kom sér undan að svara fyrirspurninni og sagðist þess í stað ætla að skila þinginu skýrslu um málið þar sem Katrín fengi svör við spurningum sínum. Skýrslunni sagðist ráðherrann ætla að skila í vor. Vorið leið án slíkra tíðinda. Í byrjun maí sagðist ráðherrann skila skýrslunni „í næstu viku“.

Ég bið um aðstoð!

Þyngra en tárum taki

 Það er aldrei rétti tíminn til að bæta og efla heilbrigðiskerfið að mati hægrimanna. Landspítalinn kom gjaldþrota út úr góðærinu, hann átti hvorki fyrir launum né lyfjum. Þannig skilaði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra, flaggskipi íslenska heilbrigðiskerfisins til okkar. Nú lýsir forstjóri Landspítalans því yfir að heilbrigðiskerfið hafi fallið niður um flokk undir stjórn hægriflokkanna. Það er beinlínis hætta á að það molni niður innan frá.

Það þarf að kjósa

 Það er í sjálfu sér eðlilegt að þjóð fái af og til yfir sig vonda ríkisstjórn og stjórnmálamenn sem ráða illa við starf sitt. Þannig er nú bara lífið. En það hlýtur að vera rannsóknarefni að svo stuttu eftir að nánast allt hrundi til grunna á Íslandi hafi jafn vond ríkisstjórn komist til valda og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það er eins og ríkisstjórnarflokkunum tveimur (sem þó eru nánast einn og hinn sami) takist aldrei vel upp í neinu sem þeir gera. Það er eins og þing- og ráðherralið þessara flokka setji sig út til að valda usla og óánægju í samfélaginu. Grímulaus hagsmunagæsla og ofu trú á hugmyndafræðina sem skolaði niður um holræsi stjórnmálanna haustið 2008 virðist hafa blindað fólkið sem stjórnar landinu. Það er eins og það greini ekki lengur muninn á réttu og röngu, veruleika og draumsýnar. 
Umrótið og ólgan í samfélaginu á sér tæpast fordæmi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS