Samherji hf hefur birt ársuppgjör sitt vegna 2014. Óhætt er að segja að árið hafi verið gott hjá fyrirtækinu þótt samdráttur sé á milli ára sem skýrist að stærstum hluta af sölutekjum á árinu 2013. Hagnaður fyrirtækisins í fyrra var 11 milljarðar og heildartekjur fyrirtækisins og félaga þess voru tæpir 80 milljarðar króna. Fyrirtækið greiddi um 900 milljónir í veiðileyfagjald, litlu minna en árið á undan.
Fáir gera sér grein fyrir stærð og umfangi Samherja og hversu geysistórt fyrirtækið er. Um helmingur starfsemi fyrirtækisins er erlendis og selur það afurðir sínar til 60 landa.
Samherji hf er eitt framsæknasta fyrirtæki á Íslandi, hvort sem um er að ræða í sjávarútvegi eða annarri starfsemi. Það er yfirleitt að lyfta hælunum í næsta skref þar sem aðrir eru að stinga niður tánum.
Myndina tók ég fyrir mörgum árum af Akureyrinni EA, fyrsta skipi Samherja.