Bölvaðir aumingjar ...

„Stærstu kröfuhafar í slitabúin hafa lýst því yfir að þeir vilja ganga að stöðugleikaskilyrðum sem sett hafa verið fram.“ (kynning fjármálaráðuneytisins glæra 57).

Ekki svör forsætisráðherra

 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Landsbankann ekki alltaf hafa sinnt hlutverki sínu eins og hann (ráðherrann) hafi viljað að hann gerði. Ráðherrann er einnig gagnrýninn á fyrri áform bankans um að byggja nýjar höfuðstöðvar.
Þetta kom fram í „svari“ hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag.
En hún var ekki að spyrja hann um afstöðu hans til bankans eða fyrri áform um byggingu nýrra höfuðstöðva.

Vægðarbeiðni Elínar Hirst

 Vægðarbeiðni Elínar Hirst segir meira en margt annað um ástandið í sjálfstæðisflokknum. Í henni kemur vel fram hversu sársaukafullt og í raun óbærilegt kverkatak Davíðs Oddssonar á flokknum er. Jafnframt má í yfirlýsingu Elínar augljóslega greina veika stöðu Bjarna Benediktssonar, kjörformanns flokksins, sem að mati þingmannsins má þola að lúta valdi Davíðs. Bjarni er í rauninni tæpast sjálfráður í starfi sínu heldur nánast eins og strengjabrúða ritstjórans á mogganum. Síðast en ekki síst er ljóst af yfirlýsingu Elínar að þingmönnum sjálfstæðisflokksins finnst ekki aðeins óþægilegt að starfa við slíkar aðstæður heldur háir það þeim hreinlega í störfum þeirra.
Svo lamandi eru áhrif Davíðs Oddssonar á þingflokk sjálfstæðisflokksins að mati innvígðra.​

Hvað finnst framsóknarfólki um þetta?

Fyrr á þessu ári samþykkti Flokksþing framsóknarflokksins ályktun (bls.3) um að „Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar ...“ Frosti Sigurjónsson hefur síðan ítrekað þessa skoðun framsóknarmanna við ágætar undirtektir.

Beinir hagsmunir þingmanna

Viðtal Óðins Jónssonar við Ásmund Einar Daðason, þingflokksformann framsóknarflokksins, á RÁS 1 í morgun var nokkuð athyglisvert. Ásmundur gaf að venju engin færi á endurbótum eða endurskoðun á landbúnaðarkerfinu og taldi það öðru fremur snúast um að verja byggð í landinu og viðhalda menningu og ákveðnu fjölskyldumynstri. Hann útskýrði það ekkert frekar.
Hvað um það!

Vandi Einars Kristins

 Þingmenn hægriflokkanna lögðu allt upp úr því að valda sem mestum usla og öngþveiti á kjörtímabilinu eftir Hrun. Þeir innleiddu alls konar nýja og vonda siði í þingstörfin og eru sýndarandsvörin ágætt dæmi um það. Einar Kristinn tók virkan þátt í þessu og dró hvergi af sér.
Nú er hann að glíma við afleiðingarnar og skilur ekkert í því sem hefur gerst.

 

Betra seint en aldrei

 Breyting á reglugerð um stjórn makrílveiða við Ísland er ágætt dæmi um hvernig samtal og samvinna stjórnvalda við fólk og fyrirtæki getur skilað árangri. Í stuttu máli snýr breytingin að því að heimilt verður að geyma allt að 30% makrílkvóta á milli ára í stað 10% eins og áður var. Með þessari breytingu gefst útgerðum svigrúm til að bregaðst við afleiðingum viðskiptabanns Rússa á Ísland, m.a. með því að fresta veiðum á hluta kvótans til næsta árs. Þá verður staðan vonandi önnur og betri og auðveldara að koma makrílnum í verð.
Þetta hefðu stjórnvöld getað gert mun fyrr ef þau hefðu látið svo lítið að undirbúa sig fyrir viðskiptabannið áður en það skall á. En það gerðu þau ekki.
Betri er þó seint en aldrei.  

 

Athyglisverðar niðurstöður

 Fyrir nokkuð mörgum árum gerði ég litla óformlega könnun á viðhorfum sjómanna til starfs síns. Niðurstaða könnunarinnar (ef könnun má kalla) var í megindráttum þessi:
1 Fæstir af þeim sem ég ræddi við ætluðu sér í upphafi að verða sjómenn.
2 Áhugasvið flestra var á öðrum sviðum en tengdist starfi þeirra.
3 Flestir voru ánægðir í vinnunni.​​

Víst kemur okkur það við ...

„Its about being interested in a nice looking woman, wanting to have an intelligent and fun conversation and good...very good sex. Im not from the States but do travel quite often.“
Bjarni Benediktsson á vef Ashley Madison

Gleðilegt nýtt ár!

Í dag hófst nýtt fiskveiðiár. Það er því nokkurs konar nýársdagur – eða þannig. Síðasta fiskveiðiár var almennt mjög gott fyrir íslenskan sjávarútveg. Verð á helstu afurðum okkar á mörkuðum erlendis hélst ágætlega og steig jafnvel eitthvað hér og þar. Veiðar gengu almennt vel, ef undan er skilin dræm loðnuvertíð, auk þess sem síðasti vetur var víst með þeim verri á Íslandsmiðum. Allt gekk þetta þó stórslysalaust fyrir sig sem betur fer.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS