Þetta er alveg nýtt. Fram til þessa hefur ekki verið rætt um að kröfuhafar muni afhenda „ýmsar eignir sínar, framselja eignir sínar, innlán, skuldabréf og hlut sinn í söluandvirði nýju bankanna.“ Um hvað er forsætisráðherra að tala? Um hvaða eignir er að ræða? Hver eða hverjir fá þær afhentar? Hvers virði eru þær? Hvernig verður þeim ráðstafað? Um hvaða innlán er ráðherrann að tala sem á að vera framlag kröfuhafa til efnahagslegs stöðugleika á Íslandi. Hvert er söluandvirði nýju bankanna í þessu samhengi?