Um hvað er maðurinn að tala?

Þetta er alveg nýtt. Fram til þessa hefur ekki verið rætt um að kröfuhafar muni afhenda „ýmsar eignir sínar, framselja eignir sínar, innlán, skuldabréf og hlut sinn í söluandvirði nýju bankanna.“ Um hvað er forsætisráðherra að tala? Um hvaða eignir er að ræða? Hver eða hverjir fá þær afhentar? Hvers virði eru þær? Hvernig verður þeim ráðstafað? Um hvaða innlán er ráðherrann að tala sem á að vera framlag kröfuhafa til efnahagslegs stöðugleika á Íslandi. Hvert er söluandvirði nýju bankanna í þessu samhengi?

Öflugt starf í skólum landsins

Opinber umræða um skólamál er oft grunn og í upphrópunarstíl. Nýjustu dæmin um það eru „stóru“ byrjendalæsis- og magabolamálin. Því er einnig oft haldið fram að skólastarfið sé fast í gömlu fari og þróist ekki í takt við tímann. Sem betur fer gefur þessi umræða kolranga mynd af skólastarfinu í grunnskólum landsins.

Fólk er ekki fífl

 Þrátt fyrir linnulausan áróður og óhróður öflugustu hagsmunasamtaka landsins, stjórnmálamanna af hægri vængnum og margra fjölmiðla í garð þeirra sem stjórnuðu landinu í kjölfar Hrunsins er þetta niðurstaðan.
Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra í bestu ríkisstjórn lýðveldissögunnar.
Fólk er ekki fífl, þótt margir haldi það.
Svo einfalt er nú það.

Ekki gambla með lífeyri almennings

Lífeyrissjóðir starfa samkvæmt lögum, t.d. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og almennir lífeyrissjóðir. Megin hlutverk lífeyrissjóðanna er að tryggja sjóðfélögum (sem greiða í sjóðina), eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri eins og best verður á kosið. Vegna eðli sjóðanna verður að gera strangar kröfur til þeirra varðandi fjárfestingar og hvernig þeir ávaxta fé sjóðfélaga. Það væri óráð að heimila lífeyrissjóðum að setja sparnaði sjóðfélaga í áhættusamar fjárfestingar meira en orðið er. Nær væri að herða kröfurnar en slaka á þeim. Öfugt við það sem stefnt er að af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Það á ekki að gambla með lífeyri almennings.

Regla fremur en undantekning

Það er regla fremur en undantekning að sjálfstæðismenn ausi peningum úr ríkissjóði til flokksfélaga sinna. Það má telja til fjölmörg dæmi því til stuðnings, t.d. þetta, þetta, þetta og þetta. Allt á aðeins þeim rúmum tveim árum sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn að þessu sinni og aðeins fátt eitt nefnt.

Var ráðherrann talsettur ...?

Forsætisráðherrann okkar hélt ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum á dögunum. Frá því að ráðherrann lauk ræðu sinnu hefur aðstoðarmaður eytt miklum tíma í að leiðrétta misskilning sem upp hefur komið í fjölmiðlum vegna ræðunnar þar vestra. Eða öllu heldur að leiðrétta ekki misskilning, enda hafi forsætisráðherrann alls ekki sagt það sem allir halda að hann ahfi sagt. Fréttastofa RÚV „leiðrétti“ síðast í dag frétt á vef sínum að ósk aðstoðarmannsins og að því er virðist án þess að sannreyna orð hans.

Allt það versta á einu bretti

Samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael dró á örfáum klukkutímum fram allt það versta í íslenskum stjórnmálum. Forsætisráðherra komst upp með það óáreittur í fjölmiðlum að ala á ótta hjá almenningi um að eitthvað stórkostlegt hefði gerst og nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. Annar ráðherra í ríkisstjórninni bætti um betur og sagði að nú yrði þjóðin öll að snúa bökum saman og leggjast á eitt um að lágmarka tjónið. Bæði sögðust þau hafa heyrt af hinu og þessu frá hinum og þessum um þetta meinta tjón. Hvorugt þeirra nefndi þó dæmi máli sínu til stuðnings.

Átakanlegt dæmi um vondan ráðherra

 Illugi Gunnarsson virðist staðráðinn í að breyta skólakerfinu í landinu samkvæmt sínu höfði og án umræðu. Hann fækkar framhaldsskólum án umræðu og reynir að leggja fleiri niður. Hann takmarkar aðgang fólks að námi, án umræðu. Hann breytir einkunnakerfi í grunnskólum án umræðu. Hann breytir kennsluaðferðum án umræðu.

Nákvæmlega rétt

 Þetta er fullkomlega rétt hjá Samtökum atvinnulífsins. Hallalaus fjárlög allt frá árinu 2013 má að stærstum hluta þakka skattkerfisbreytingum vinstristjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Við sem að þeim stóðum vissum líka að stærstu áhrifanna af þeim breytingum myndi fyrst gæta að fullu eftir að kjörtímabili vinstristjórnarinnar lyki. Það gerist einfaldlega vegna þess að þegar skattstofnar vaxa skilar gott og sanngjarnt skattkerfi meiri tekjum en annars.

Icesave: Við borgum og semjum og borgum ...

Samningarnir sem gerðir voru um Icesave-ósómann í kjölfar Hrunsins miðuðu að því að íslenska ríkið ábyrgðist að ruglið yrði greitt með eignum gamla Landsbankans. Dómur EFTA fólst í því að íslensk stjórnvöld hafi ekki brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Dómurinn hafði hins vegar engin áhrif á greiðslur úr þrotabúi Landsbankans sem halda áfram, óháð niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Í dag er staðan þannig að Icesave-skuldin er að mestu greidd með eignum gamla Landsbankans eins og til stóð að gera í upphafi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS