Í leiðara sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar í morgun fjallar hann um landsfundi Vinstri grænna og sjálfstæðisflokksins sem haldnir voru um helgina. Hann segir að stóru breytingarnar hafi orðið á landsfundi sjálfstæðisflokksins þar sem m.a. hafi verið samþykktar tillögur um lækkun kosningaaldurs í 16 ár, um aukin réttindi fyrir trans- og intersexfólk, um að samkynhneigðir karlmenn fái að gefa blóð, um aflagningu á refsistefnu í fíkniefnamálum og aðskilnað ríkis og kirkju. Auk þess hafi ung kona verið kjörin ritari flokksins.