Ekki pungþurrka

Í karlaklefanum í Sundlaug Akureyrar er tilkynning sem bendir á það augljósa að hárþurrkur eru ekki pungþurrkur (sjá mynd). Ég get vitnað um að það er ástæða til að minna á þetta reglulega.
Við hér nyrðra teljum fátt vitna betur en þetta um að utanbæjar-karlmenn sæki nú sundlaugarnar heim í meira mæli en áður.
Sem er bara hið besta mál.

Útsalan er byrjuð! Allt á að seljast!

Íslenska ríkið á 13% í Arion banka. Samkvæmt stöðugleikasamkomulaginu við kröfuhafa fær ríkið síðan skuldabréf upp á 84 milljarða með veði í Arion banka sem aðeins má greiða upp með því að selja bankann. Ríkið á því með beinum eða óbeinum hætti Arion banka eins og hann leggur sig.
Nú stefnir í að fyrrum eigendur Kaupþings og þeir sem keyrðu hann og samfélagið allt meira og minna í kaf fyrir aðeins 7 árum eignist Arion banka að nýju. Það mun ekki gerast nema með samþykki ríkisins. Ég veðja á að ekki muni standa á því.
Útsalan er hafin!

Þvílík niðurlæging!

 Það er margt til í því sem Egill Helgason segir að haftamálið hafi verið of stórt fyrir fjölmiðla til að fjalla um það þó á því séu heiðarlegar undantekningar.
Nú er hins vegar orðið of seint fyrir fjölmiðla að taka málið upp. Því er í raun lokið. Hvorki Alþingi né almenningur eiga nokkra mögulega á aðkomu að því aftur. Framhaldið er alfarið í höndum stjórnarflokkanna.
Í stuttu máli er staðan þessi:
1. Það hefur verið ákveðið að hleypa erlendum vogunarsjóðum með u.þ.b. 530 mia.kr. úr gjaldeyrishöftum.
2. Í staðinn fær íslenska ríkið 8 mia.kr. í peningum og eignir að verðmæti 371 mia.kr. sem þarf að koma í verð.

Helst ekki neitt

Stundum setur mann hljóðan þegar þingmenn tjá sig um efnahagsmál. Þá er líka oft best að segja sem minnst.
Helst ekki neitt.

Formenn þingnefnda

 Það gætir ákveðins misskilnings í fjölmiðlum um vald og hlutverk formanna þingnefnda. Sér í lagi þó núverandi formanns fjárlaganefndar Alþingis sem virðist hafa tekið sér stöðu ráðherra í fjölmiðlum og uppveðrast öll sé hún hanteruð sem slík.

Þegar betur er að gáð ...

Samkomulag ríkisins við kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna kveður á um að búin leggi 379 milljarða króna í svokallað stöðugleikaframlag. Samkvæmt samkomulaginu skiptist það svona:
1. Peningar 8 milljarðar
2. Íslandsbanki 185 milljarðar
3. Ýmsar eignir og kröfur 83 milljarðar
4. Hlutdeild í sölu á Arion banka 20 milljarðar
5. Skuldabréf með veði í Arion banka 84 milljarðar

Seðlabankinn dauðrotar stöðugleikaskatt framsóknar

 Það er athyglisvert hvað Seðlabankinn er afdráttarlaus í afstöðu sinni til skattlagningarleiðar framsóknarflokksins á þrotabú gömlu bankanna. Í skýrslu Seðlabankans (bls. 4) frá því í dag um samninga við kröfuhafa segir m.a. að álagning stöðugleikaskatts væri áhættusöm fyrir ríkið og bendi á að lánshæfismat landsins myndi batna hægar væri sú leið farin, losun gjaldeyrishafta myndi tefjast, óvissa yrði um niðurstöðu mála fyrir dómstólum og því óvíst hvort skattlagningarleið framsóknarflokksins myndi tryggja hagsmuni Íslands með fullnægjandi hætti. Með öðrum orðum þá dauðrotar Seðlabankinn hugmyndir framsóknarflokksins um skattlagningu á þrotabúin.

Spólar enn fastur í gamla skurðinum

 Í leiðara sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar í morgun fjallar hann um landsfundi Vinstri grænna og sjálfstæðisflokksins sem haldnir voru um helgina. Hann segir að stóru breytingarnar hafi orðið á landsfundi sjálfstæðisflokksins þar sem m.a. hafi verið samþykktar tillögur um lækkun kosningaaldurs í 16 ár, um aukin réttindi fyrir trans- og intersexfólk, um að samkynhneigðir karlmenn fái að gefa blóð, um aflagningu á refsistefnu í fíkniefnamálum og aðskilnað ríkis og kirkju. Auk þess hafi ung kona verið kjörin ritari flokksins.

Snjóflóðið á Flateyri

Ég man enn hvað þögnin var djúp á Flateyri eftir snjóflóðið. Jafnvel nokkrum dögum síðar hvísluðust menn á við hreinsunarstörfin, ef þá eitthvað var sagt yfir höfuð. Ég drakk kaffi með Einari Oddi í frystihúsinu sem sagði ekki mikið, þurfti þess ekki. Ég spjallaði við Eirík Finn Greipsson á meðan við hjálpuðum honum við hreinsunarstörf við húsið hans. Það er minnisstætt.

Guðbjartur Hannesson

 Í byrjun september 2010 var Guðbjartur Hannesson skipaður ráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Af því tilefni skrifaði ég þennan pistil.
Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Guðbjarti Hannessyni og fengið að vera samstarfsmaður hans um hríð. Ég hefði ekki kosið að hafa nokkurn annan mann mér við hlið á þeim tímum. Um það er ekkert meira að segja að sinni.
Ég votta eiginkonu og fjölskyldu Guðbjarts mína  dýpstu samúð vegna andláts hans.​
Sagan mun fara mildum höndum um öðlinginn Guðbjart Hannesson.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS