Erum við til í slaginn?

 Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor varar við augljósum hættumerkjum í efnahags- og viðskiptalífinu sem gætu auðveldlega endað með “hefðbundinni íslenskri kollsteypu.” Undir þetta tekur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), sem vill að brugðist verði við með því að “opinberum framkvæmdum sé haldið í lágmarki.“
Hvað þýðir það? Hvað er það sem maðurinn vill að verði “haldið í lágmarki”?

Étt´ann sjálfur, Kristján Þór Júlíusson!

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kvartar mjög yfir því að fjölmiðlar segi frá ástandinu í heilbrigðiskerfinu. Hann vill ekki „neikvæða umræðu“ um sín eigin verk og afleiðingar pólitískra gerða ríkisstjórna hægriflokkanna. Hann vill jákvæðari fyrirsagnir og fréttaflutning sem valda ekki hræðslu hjá fólki.
Hann vill að umræðan verði meiri í anda þess sem hann sjálfur hélt á lofti á síðasta kjörtímabili.
Hógvær og yfirveguð.

Enn hatast framsóknarmenn út í opinbera starfsmenn

Framsóknarmenn hatast mjög út í opinbera starfsmenn og leiðist ekki að gera lítið úr störfum þeirra. Um það eru átakanleg dæmi. Nú síðast fullyrðir einn forystumanna flokksins á þingi að starfsfólk Ríkiskaupa sé spillt og hugi fyrst og síðast að persónulegum hagsmunum í störfum sínum fyrir íslenska ríkið.
Kosturinn við þessa yfirlýsingu framsóknarmannsins er að það á að vera nokkuð auðvelt að kanna sannsleiksgildi hennar.
Hér eru nokkrar leiðir til þess:

Það verður einhver að sýna ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar kolfelldu nýgerðan kjarasamning við ríkið. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið. Þetta snýst ekki lengur um kjaramál, heldur um heilbrigðiskerfið sjálft. Það er uppi neyðarástand og það verður að bregðast við sem allra fyrst. Staðan í heilbrigðiskerfinu er af pólitískum rótum runnin og því eru það stjórnmálamenn sem þurfa að takast á við vandamálið. Engir aðrir. Í ljósi stöðunnar verður að boða til þings og kalla þingmenn heim úr sumarleyfum. Ef þingmeirihluti hægriflokkanna gerir það ekki, hlýtur stjórnarandstaðan að fara fram á að þing komi saman til að ráða ráðum sínum um framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins.
Það verður einhver að sýna ábyrgð.

Afsakið á meðan ég æli

Elín Hirst er í hópi öflugustu þingmanna sjálfstæðisflokksins. Stundum verður henni samt svo heiftarlega á í messunni að mann sundlar. Í nýjasta pistli sínum gagnrýnir hún stjórnendur Landsbankans fyrir að ætla að byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir bankann „á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Á Elínu má skilja að hún vilji að Landsbankinn byggi nýjan spítala fyrir ríkið sem skortir fé til þess.
Þvílíkt rugl!!!

Pólitískur hrottaskapur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að sér sé nokkuð sama um uppruna peninga sem koma til Íslands í alls konar verkefni, svo framarlega sem þeir komi ekki innan frá löndum ESB.
Gunnar Bragi og ríkisstjórnin öll vilja líka leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Það virðist einnig vera almenn skoðun innan framsóknarflokksins, sem áður kenndi sig við samvinnuhugsjónina, að fé til aðstoðar fólki í neyð sé illa varið.

Hagsmunir þeirra efnameiri eru forgangsmál

Þetta eru í grunninn ágætar pælingar hjá Agli Helgasyni. Ytri aðstæður í þjóðfélaginu hafa batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Útflutningsgreinarnar mala gull, sjávarútvegurinn á hvert metárið af öðru og ferðamennskan sömuleiðis. Hagvöxtur er jafn og þéttur eins og verið hefur frá árinu 2010, atvinnuástand ágætt, a.m.k. ef borið er saman við önnur lönd.
Ríkisstjórn hægriflokkanna er skiljanlega afar óvinsæl. Það er vegna þess að hún nýtir ekki góðar ytri aðstæður til hagsbóta fyrir allan almenning. Þess í stað ganga báðir stjórnarflokkarnir grímulaust erinda efnafólks og stórfyrirtækja.

Tveir verstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lagði sjö lagafrumvörp fram á síðasta þingi. Fjögur þeirra voru vegna innleiðingar á EES reglum, eitt um auglýsingar á lyfjum, eitt um breytingar á sjúkratryggingum og eitt um staðgöngumæður. Það síðastnefnda var aldrei afgreitt úr nefnd.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði fram sjö lagafrumvörp á síðasta þingi.  Þrjú þeirra voru innleiðing á EES reglum, eitt um gjaldtöku í framhaldsskólum, eitt um örnefni, eitt um nýja Menntamálastofnun og eitt um einkareikna grunnskóla. Það síðastnefnda var aldrei afgreitt úr nefnd.
Þetta eru tveir verstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

Himinn og haf á milli vinstri og hægri

Að bera saman 110% leiðina og stóru millifærsluna er eins og að bera saman epli og appelsínu.
Í 110% leiðinni fólst að fjármálafyrirtækjum var gert að afskrifa hluta af húsnæðisskuldum einstaklinga og fjölskyldna niður að 110% af verðmati viðkomandi húsnæðis. Það var því ekki um  millifærslu úr ríkissjóði til fjármálafyrirtækjanna að ræða heldur hreina afskrift af útistandandi lánum þeirra. 110% leiðin var sértæk aðgerð þar sem m.a. tekið var mið af fjölskyldugerð, eigna- og skuldastöðu, tekjum og greiðslubyrði viðkomandi.

Hvaða fjórflokkur??

Árið 2009 beittu sjálfstæðismenn málþófi til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni sem þeim tókst að gera.
Árið 2013 beittu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn málþófi til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Það tókst þeim líka.
Hægriflokkarnir fóru fram með offorsi til að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS