Þeir eru alltaf að hugsa um heimilin, strákarnir

Vaxtahækkun Seðlabankans er afleiðing vondra efnahagslegra ákvarðana. Stóra millifærslan, hækkun matarskatts sem velt hefur verið út í vöruverð, verri horfur með hagvöxt, minni fjárfesting er nú allt að skella á heimilunum í landinu í formi hærri verðbólgu og hækkandi vaxta. Þökk sé snillingunum í stjórnarráðinu. Þegar ofan á þetta síðan bætast launahækkanir umfram vöxt efnahagsins og margs konar dæmalaust klúður stjórnvalda á ýmsum sviðum (utanríkismál sem dæmi) versna horfur enn frekar með áframhaldandi vaxtahækkunum og aukinni verðbólgu.
Þeir standa sig vel, strákarnir.
Alltaf að hugsa um heimilin.

 

 

Óvenju slakt af Ólöfu Nordal að vera.

 Yfirlýsingar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um Vaðlaheiðargöng eru um margt merkilegar.
Fyrir það fyrsta vegna þess að hún sem ráðherra fer með samgöngumál en það hlýtur að vera einsdæmi að ráðherra hjóli af svo mikilli heift gegn framkvæmdum sem undir hann heyra.

Heldur undarleg stjórnsýsla

 Mér hefur alltaf verið heldur hlýtt til kirkjunnar sem stofnunar og nýtt mér starfsemi hennar á ýmsum sviðum. Þekki nokkra presta að góðu einu og tel mér það til tekna að eiga kunningja úr þeirra röðum.
Í kjölfar Hrunsins virtust nokkrar stofnanir og samtök ekki hafa áttað sig á  því að Ísland rambaði á barmi gjaldþrots. Sjóðirnir voru tæmdir og ekkert eftir til skiptanna. Kirkjan sem stofnun var í þeim hópi og það kom mér á óvart hvað þáverandi forystumenn hennar voru harðir og allt að því heiftúðugir í garð stjórnvalda á þeim tíma vegna afleiðinga Hrunsins.
Um það á ég allnokkur dæmi.

Fullt tilefni til að rannsaka framgöngu ráðherra og ríkisstjórnar

 Forsætisráðherra segir að „menn hafi getað haft raunæfar væntingar um að Ísland yrði ekki sett á bannlista Rússlands“.
Hvaða væntingar voru það? Um hvaða menn er hann að tala og á hverju byggðu þeir raunhæfar væntingar sínar?

Það er þeirra sérgrein

 Viðskiptabann Rússa á Ísland var óumflýjanlegt. Það er afleiðing af skuldbindingum Íslands gagnvart öðrum þjóðum, m.a. að axla ábyrgð á sameiginlegum ákvörðunum.
Sjálfur er ég heldur andsnúinn viðskiptabönnum og þvingunum af því tagi sem Ísland hefur í samstarfi við aðrar þjóðir beitt Rússa. Ekki þó af viðskiptalegum forsendum heldur einfaldlega vegna þess að afleiðingarnar lenda nær alltaf á þeim sem síst skyldi og mest á þeim sem veikast standa fyrir. Með sama hætti mun viðskiptabann Rússa á Ísland lenda á okkur öllum eins og bent hefur verið á.

Litlu verðr Vöggr feginn

Embætti utanríkisráðherra er eitt veigaminnsta ráðherraembætti hverrar ríkisstjórnar. Vægi þess er afar lítið í stóra samhenginu og áhrif enn minni á heimavelli. Gunnari Braga Sveinssyni núverandi utanríkisráðherra hefur tekist að draga úr áhrifum utanríkismála meira og hraðar en forverum hans. Samskipti Íslands við umheiminn hafa sjaldan verið í sambærulegu limbói og undir verkstjórn Gunnars Braga. Hann lætur sig engu skipta hvaðan úr heiminum peningar koma til fjárfestinga á Íslandi, svo lengi sem þeir koma ekki frá löndum Evrópu þar sem lýðræði og mannréttindi eru þó virt.

Svo einfalt er nú það

Af og til kemur kemur upp umræða um ósanngirni verðtryggingar. Nú síðast birti kona ein samanburð á reikningum sem sýndu lán hennar hækka þrátt fyrir að hún hafi greitt af því samviskusamlega árum saman. Í þá umræðu vantar reyndar nokkrar breytur, s.s. launaþróun á tímabilinu og verðmæti húsnæðis. En það er þó ekki stóra málið.
Íslendingar hafa búið við efnahagslega óstjórn áratugum saman með reglulegum kollsteypum, verðbólgutoppum og efnahagslegri óvissu. Það er m.a. afleiðing þess að halda úti örgjaldmiðli og „sjálfstæðri“ efnahagsstefnu sem er oft í litlu samhengi við umheiminn. Væri ég fjármagnseigandi sem stæði í að veita lán í slíku umhverfi léti ég mér ekki detta  í hug að lána peningana mín nema gegn því að fá a.m.k. jafnvirði þeirra til baka að lánstíma loknum. Það sama held ég að eigi við um flesta aðra. 

Að drepast úr leiðindum

 Það ríkir almennt mikið andleysi í íslenskum stjórnmálum. Það endurspeglast ekki síst í því að helstu viðmælendur og álitsgjafar um pólitík eru fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka eða fyrrverandi áhrifamenn í íslenskum stjórnmálum. Dæmi um það eru fyrrverandi formennirnir Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Guðni Ágústsson og ritstjórinn Styrmir Gunnarsson. Formennirnir eiga það sameiginlegt að teljast seint til pólitískra afreksmanna eða hafa skilið mikið eftir sig á löngum pólitískum ferli. Ritstjórinn hefur viðurkennt að hafa stundað njósnir um samborgara sína, m.a. fyrir erlend ríki. Allir koma þeir af hægri væng stjórnmálanna og er hampað reglubundið í fjölmiðlum af sama væng.
Enginn þeirra hefur neitt nýtt fram að færa. Þeir eru þekkt stærð. Þeir eru ekki framtíðin.
Þetta þarf að breytast ef við ætlum ekki að drepa okkur úr leiðindum.

Samstillt átak gegn gagnrýni

Eitt af hlutverkum RNA á sínum tíma var að rannsaka þátt fjölmiðla í aðdraganda Hrunsins. Í skýrslu nefndarinnar segir m.a. um fjölmiðla:
"Ein meginforsenda þess að borgararnir eigi þess kost að rækta þetta frelsi er að þeir hafi greiðan aðgang að góðum upplýsingum um samfélagið og vettvang til þess að skiptast á skoðunum um þær. Í þessu tilliti skipta vandaðir fjölmiðlar sköpum því að þeir eru í senn helsta upplýsingaveitan fyrir almenning og vettvangur borgaranna til að tjá sig um þjóðfélagsmál."

Niðurlægjandi staða

 Þessi uppákoma sýnir betur en flest annað hvers konar ógöngur við erum komin í með stjórnskipan landsins. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið sér vald sem ekki nokkur maður á að hafa í lýðræðis- og þingræðisríki. Það er undir honum einum komið hver örlög stórra mála verða. Það fer eftir því hvað forsetanum finnst um þau. Afdrif mála ráðast af afstöðu Ólafs Ragnars til þeirra og hvort hann telji þau vera meiriháttar eða minniháttar. Í áskorun tugþúsunda kjósenda til forsetans felst í raun yfirlýsing þeirra um að færa honum vald sem hann á ekki.
Þetta er niðurlægjandi staða fyrir okkur öll og alfarið á ábyrgð forseta Íslands.

 

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS