Átakanlegt dæmi um vondan ráðherra

 Illugi Gunnarsson virðist staðráðinn í að breyta skólakerfinu í landinu samkvæmt sínu höfði og án umræðu. Hann fækkar framhaldsskólum án umræðu og reynir að leggja fleiri niður. Hann takmarkar aðgang fólks að námi, án umræðu. Hann breytir einkunnakerfi í grunnskólum án umræðu. Hann breytir kennsluaðferðum án umræðu. Hann setur á sérstök hæfnispróf án umræðu. Svo nokkur dæmi séu tekin.
Illugi hefur valið að fara fram hjá þinginu með öll mál sem varðar skólakerfið. Það gerir hann vegna þess að hann veit að þau standast ekki mál og þola ekki rökræðu. Þess í stað göslast hann áfram með pólitísk markmið að leiðarljósi en ekki fagleg með ófyrirsjáanlegum afleiðing fyrir skólakerfið og nemendur.
Illugi Gunnarsson er átakanlegt dæmi um vondan ráðherra sem hunsar lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku um mikilvæg mál .
Það verður að stoppa hann.