Um hvað er maðurinn að tala?

Þetta er alveg nýtt. Fram til þessa hefur ekki verið rætt um að kröfuhafar muni afhenda „ýmsar eignir sínar, framselja eignir sínar, innlán, skuldabréf og hlut sinn í söluandvirði nýju bankanna.“ Um hvað er forsætisráðherra að tala? Um hvaða eignir er að ræða? Hver eða hverjir fá þær afhentar? Hvers virði eru þær? Hvernig verður þeim ráðstafað? Um hvaða innlán er ráðherrann að tala sem á að vera framlag kröfuhafa til efnahagslegs stöðugleika á Íslandi. Hvert er söluandvirði nýju bankanna í þessu samhengi?
Svör forsætisráðherra vekja upp fleiri spurningar en áður um þetta stórfurðulega mál. Enn og aftur kemst ráðherrann upp með að fullyrða um stór mál án þess að þurfa að rökstyðja það neitt sérstaklega. Það er full ástæða til að krefja forystumenn ríkistjórnarflokkana um skýr svör um samninga þeirra og tengsl við kröfuhafa föllnu bankanna og jafnframt að öll gögn málsins verði gerð opinber. Það er jafnframt nauðsynlegt að þetta mál verði rætt á Alþingi enda er það af áður óþekktri stærðargráðu fyrir íslenskt efnahagslíf og skiptir almenning í landinu gríðarlegu máli.
Forsætisráðherra má ekki komast upp með að bulla bara út í loftið.

Comments

Erlingur Þorsteinsson's picture

Nei vissulega má Forsætisráðherra ekki gera það, enda virðist svo sem vangavelturnar séu eðilegar. Segðu mér eitt Björn Valur:

 

a) Hvers vegna fær þjóðin ekki aðgang að gögnum,  sem fyrirhugað er að loka niður í 110 ár. 

b) Hvers vegna fóru VG og Samfylking ekki að samkomulagi við Framsókn um að kaupa kröfur föllnu bankana, það var eitt af skilyrðum fyrir því að Framsókn studdi Ríkisstjórnina. 

c) Hvers vegna er það vandkvæðum bundið að uppfylla kröfur Víglundar Þorsteinssonar varðandi það atrið að málið sé tekið upp með eðlilegum hætti. 

d) Nú hefur komið niðurstaða í svonefnd Icesave mál, í ljós hefur komið að VG og Samfylking höfðu rangt fyrir sér í málinu, um það er ekki deilt. 

e) Hvar hafa VG og Samfylking beðist afsökunar á sínu framferði í málinu. 

f) Hvers vegna alla þessa leynd í málinu 

g) Um það er ekki deilt að Landsbankinn sem stofnaði til Icesave var alfarið á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna er reikningurinn ekki sendur í Valhöll. 

Virðingarfyllst, 

Eth