Var ráðherrann talsettur ...?

Forsætisráðherrann okkar hélt ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum á dögunum. Frá því að ráðherrann lauk ræðu sinnu hefur aðstoðarmaður eytt miklum tíma í að leiðrétta misskilning sem upp hefur komið í fjölmiðlum vegna ræðunnar þar vestra. Eða öllu heldur að leiðrétta ekki misskilning, enda hafi forsætisráðherrann alls ekki sagt það sem allir halda að hann ahfi sagt. Fréttastofa RÚV „leiðrétti“ síðast í dag frétt á vef sínum að ósk aðstoðarmannsins og að því er virðist án þess að sannreyna orð hans.
Það er nefnilega lítill vandi að athuga hvað ráðherrann sagði. Ræða hans er bæði til í mynd og með hljóði, auk þess sem lesa má hana á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að ráðherrann sagði í ræðu sinni að „...indeed Iceland recently pledged a 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030.”
Nú. Þetta er auðvitað útlenska eins og flestir sjá. Löglegur skjalaþýðandi væri ekki lengi að snara þessu yfir á ástkæra ylhýra málið okkar og komast að því að ráðherrann var að halda því fram að við Íslendingar hefðum ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%. Það er samt akkúrat ekki það sem ráðherrann sagði, þótt hann hafi sagt það - ef marka má útskýringar aðstoðarmannsins.
Ef við skellum þessu í algjörlega óháða þýðingu hjá Google translate, sem dæmi, má hins vegar á ýmsum tungumálum komast ansi nærri því hvað var sagt og hvað ekki.
Við skulum taka nokkur dæmi um þýðingar á orðum forsætisráðherrans hjá Google translate og byrja á Norðurlandamálunum:
Danska: “ …faktisk Island for nylig lovede en 40% reduktion af udledningen af drivhusgasser i 2030.“
Norska: „...faktisk Island nylig lovet en 40% reduksjon av klimagassutslippene innen 2030.“
Sænska: “ ... sannerligen Island nyligen lovade en nedsättning med 40% av utsläppen av växthusgaser till 2030.“
Finnska: „...todellakin Islanti äskettäin luvannut 40% vähennys kasvihuonekaasupäästöjen 2030.“
Íslenska: “ … reyndar Iceland nýlega heitið 40% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2030.“

Ef við færum okkur svo aðeins sunnar í Evrópu telur Google ráðherrann hafa sagt þetta:
Þýska: “ … ja Island vor kurzem zugesagt eine 40% ige Reduktion der Treibhausgasemissionen bis 2030.“
Franska: “…En effet l'Islande a récemment promis une réduction des émissions de gaz à effet de serre de 40% d'ici 2030.“
Spænska: “ … de hecho Islandia prometió recientemente una reducción del 40% de las emisiones de gases de efecto invernadero para el año 2030.“
Ítalska: “…infatti l'Islanda ha recentemente promesso una riduzione del 40% delle emissioni di gas a effetto serra entro il 2030.“

Vegna þess að fyrsta tungumálið sem Google býður upp á að þýða er Africaans og það síðasta Zulu er ágætt að loka hringnum með þeim:
Africaans: „...inderdaad Ysland onlangs belowe 'n vermindering van kweekhuisgasvrystellings 40% in 2030.“
Zulu: “…Muva ngempela Iceland usethembise 40% ukuncishiswa amagesi abamba ukushisa ngo-2030.“

Google translate er svo sem ekki fullkomlega áreiðanlegt fyrirbæri. Það er samt talsverður samhljómur í þýðingum þess á orðum forsætisráðherrans hjá Sameinuðu þjóðunum.

En kannski sagði hann þetta bara alls ekki, eins og aðstoðarmaðurinn heldur fram.
Kannski var ráðherrann bara talsettur?