Ekki gambla með lífeyri almennings

Lífeyrissjóðir starfa samkvæmt lögum, t.d. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og almennir lífeyrissjóðir. Megin hlutverk lífeyrissjóðanna er að tryggja sjóðfélögum (sem greiða í sjóðina), eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri eins og best verður á kosið. Vegna eðli sjóðanna verður að gera strangar kröfur til þeirra varðandi fjárfestingar og hvernig þeir ávaxta fé sjóðfélaga. Það væri óráð að heimila lífeyrissjóðum að setja sparnaði sjóðfélaga í áhættusamar fjárfestingar meira en orðið er. Nær væri að herða kröfurnar en slaka á þeim. Öfugt við það sem stefnt er að af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Það á ekki að gambla með lífeyri almennings.