Samkvæmt mælingum hefur engin ríkisstjórn verið jafn löt til verka og núverandi ríkisstjórn hægrimanna. Engin ríkisstjórn hefur tekið sér lengra samfelldara frí frá störfum en þessi og engin ríkisstjórn á síðari tímum lagt fram jafn fá þingmál. Innan ríkisstjórnarinnar eru jafnvel ráðherrar sem hafa ekki lagt fram eitt einasta þingmál það sem af er vetrar. Samt hefur engri ríkisstjórn tekist að skapa jafn mikla ólgu í landinu, jafnframt því að ala á sundrungu og deilum meðal þjóðarinnar.
Þetta eru allt meira og minna pólitískir slæpingjar.