Snemma í haust samþykktu 98% kröfuhafa (stundum kallaðir hrægammar) samkomulag um uppgjör á þrotabúi Glitnis. Það er afar sjaldgæft að samningar teljist svo góðir af öðrum aðilanum að nánast hver einasti kjaftur standi ánægður upp frá borðinu. Frá þessum tíma hafa stjórnvöld dekstrað enn frekar við vini sína, kröfuhafa, m.a. keyrt í gegnum Alþingi lagabreytingar um enn frekari afslætti þeim til handa. Enda hefur ánægðum í hópi kröfuhafa fjölgað úr 98% í 99,9% sem er hreint ótrúleg niðurstaða.
Aldrei áður hafa nokkur stjórnvöld í vestrænu ríki fallið jafn kylliflöt fyrir alþjóðlegum bröskurum og hægristjórnin á Íslandi hefur nú gert. Þar á bæ hljóta menn nú að leggja sig alla fram við að finna þá sem standa að baki þessu 0,1% sem ekki er fyllilega ánægt með dílinn og kippa því snarlega í liðinn.
Það verður að fullkomna verkið.