Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi auglýsing sem birtist á vef Bankasýslu ríkisins í gær. Hér er nú samt verið að auglýsa eftir aðilum til að hjálpa fjármálaráðherra að einkavæða „ … allt að 28,2% hlut í Landsbankanum hf. og eftir atvikum eignarhlutum í öðrum viðskiptabönkum“, eins og segir í auglýsingunni.
Með öðrum orðum: Undirbúningur að einkavæðingu á öllum íslensku viðskiptabönkunum er kominn á fullt skrið og byrjað að auglýsa eftir fólki í jobbið.
Allt tal formanns framsóknarflokksins og þingmanna þess flokks um annað er því marklaust með öllu. En það er nú ekki mikil frétt í sjálfu sér.
Það er ljóst á þessu að sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að nú sé runninn upp pay-back time hjá framsóknarflokknum fyrir alla vitleysuna sem sjálfstæðismenn hafa látið yfir sig ganga af þeirra hálfu það sem af er kjörtímabilsins.
Þeir ætla að verða okkur dýrir, hægriflokkarnir.