Ríkisstjórn hægriflokkanna hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt í Fréttablaðinu undir nafni ríkisstjórnar Íslands. Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði.
Það kvikna líka margar spurningar um pólitískar auglýsingar af þessu tagi:
- Hvað er átt við með ríkisstjórn Íslands í þessu sambandi?
- Er það ríkisstjórn stjórnarflokkanna? Ef svo er, hver borgar þá fyrir svona auglýsingar? Er það ríkisstjórn Íslands eða stjórnarflokkarnir?
- Af hvaða fjárlagalið er það tekið?
- Stendur öðrum flokkum á Alþingi til boða að auglýsa með þessum hætti og fá kostnaðinn greiddan af ríkinu?
- Hver eða hverjir hanna auglýsingar fyrir ríkisstjórn stjórnarflokkanna?
- Er leitað til auglýsingastofa, óskað tilboða?
- Hver ákveður í hvaða fjölmiðlum ríkisstjórn Íslands auglýsir?
- Standa allir fjölmiðlar jafnt að vígi?
- Er leitað tilboða í birtingu auglýsinga?
- Er einhver vinnuregla í gangi hjá ríkisstjórn Íslands um birtingu pólitískra auglýsinga?
Ríkisstjórn hægriflokkanna er komin út á hála braut með pólitískum auglýsingum líkt og þeirri sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Kannski hefði verið ástæða fyrir stjórnarflokkana að splæsa í auglýsingu fyrir ári til að vara fólk við því sem í vændum var á árinu, t.d. hækkun á matarskatti.
Sú auglýsing hefði getað byggst á þessum staðreyndum: