Það hefur ýmislegt verið reynt

Árið 1976 gaf ríkissjóður út happdrættisskuldabréf til að fjármagna vegaframkvæmdir. Almenningi var þá boðið að kaupa verðtryggð en vaxtalaus bréf af ríkissjóði sem um leið var happdrættismiði. Dregið var einu sinni á ári og var hæsti vinningur ein milljón króna og sá Notarius puplicus um framkvæmdina. Samkvæmt skilmálum var heimilt að notast við tölvu við útdrátt vinninga.
Tilgangurinn með þessu var sem sagt að fjármagna vegaframkvæmdir við Norðurveg og Austurveg. Ekki veit ég hvernig þetta gekk allt saman, vonandi þó vel og sömuleiðis að vinningarnir hafi komið að góðum notum.
​Það hefur ýmislegt verið reynt.