Fyrir rúmu ári voru hjón dæmd í hæstarétti fyrir málamyndagerning í tengslum við fjármálavafstur sitt. Hér má sjá frétt um málið.
Í viðtali forsætisráðherrahjónanna við sjálf sig sem birt var í gær segir eftirfarandi um stofnun Tortólafélags þeirra Wintris Inc:
“Þegar bankinn skráði félagið samkvæmt þeirri tilhögun sem nefnd var að ofan var það skráð á okkur bæði og tvö hlutabréf gefin út þó það væri ljóst frá upphafi að fjármunir Wintris tilheyrðu Önnu. Anna lagði eignirnar svo inn í félagið en á móti stofnaðist krafa á félagið fyrir sömu upphæð.”
Síðar í viðtalinu kemur fram að forsætisráðherra hafi síðla árs 2009 selt konu sinni sinn hlut í félaginu (líklega helmingshlutur?) fyrir 1 dollar eða um 125 krónur.
Með öðrum orðum: forsætisráðherra seldi konu hlut sinn í milljarðafyrirtæki þeirra hjóna fyrir 125 krónur.
Mér sýnist sem skattayfirvöld hafi fengið hér úr nægu að moða.