Fram hefur komið mikill misskilningur hjá nokkrum þingmönnum varðandi framkvæmd væntanlegra Vaðlaheiðarganga. Sumir þeirra hafa jafnvel haldið því fram að meiri líkur séu á því en minni að allur kostnaður við gerð ganganna lendi á ríkissjóð.
Ekkert slíkt er í spilunum heldur þvert á móti.
Í frumvarpi til laga um fjármögnun ganganna kemur fram að kostnaður við gerð gangann muni ekki falla á ríkissjóð ef áætlanir gangi ekki. Jafnvel þó svo forsendur verði í rauninni mun verri en nú er gengið út frá að verði, muni einungis óverulegur hluti kostnaðar hugsanlega geta lent á ríkissjóði. Um þetta segir í umsögn IFS Greiningar sem fylgir með frumvarpinu (bls. 3):
„Að mati IFS Ráðgjafar ehf. eru forsendur varðandi þessa þætti í áætlunum verkefnisins innan raunhæfra marka, þar sem þær byggja á áætluðum kostnaði Vegagerðarinnar, að teknu tilliti til niðurstöðu útboðs og 7% óvissuálags.“
Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur svo þetta að segja um umsagnir IFS Greiningar og ríkisábyrgðarsjóðs (bls. 61):