Guðni eða Svavar?

Þóra Arnórsdóttir er ein af fjölmörgum frambjóðendum til forseta Íslands. Hún þykir hæf til verksins að sögn þeirra sem til þekkja.

Helgi Seljan samstarfsmaður hennar á RÚV segir t.d. að hún sé engin bullshit gella sem er örugglega kostur við hana og svo hafa einhverjir sagt hana  vera bæði gáfaða og skynsama sem eru sjálfsagt ekki síður hæfileikar sem forseti þarf að búa yfir í einhverjum mæli svo vel fari.

Það sem gæti hinsvegar orðið til þess að ég myndi til viðbótar við allt annað velja Þóru Arnórsdóttur sem forseta  - er karlinn hennar. Það væri eitthvað svo ansi skemmtilegt og til vitnis um nýja tíma að maki næsta forseti væri ofsóttur af þeim sem báru fram þá hugmyndafræði sem núverandi forseti dásamaði svo mjög í sinni tíð.

Eru útgerðarmenn að tapa glórunni?

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar útgerðarmaður í Vestmannaeyjum líkti Kastljósi Sjónvarpsins við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar um sjávarútvegsmál. Göbbels stýrði áróðri nasista á tímum tíma og því er ekki annað hægt að ráða úr orðum þessa góða útgerðarmanns að í þessu sambandi séu íslensk stjórnvöld ígildi nasistana og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þá líklega í hlutverki foringjans sjálfs, Adólf Hitlers.

Það er ekkert nýtt í þessu og ummæli Eyjamannsins bera engin merki vanstillingar eða fljótfærni af hálfu sumra útgerðamanna.

Í júlí á síðasta ári var eftirfarandi haft eftir framkvæmdastjóra Íslenskra útgerðamanna í erlendum vefmiðli um stefnu stjórnvalda í sjávarútvegsmálum:

“We are blamed for everything.” “The mafia?” I suggested. “That is one word,” he replied. “It is more like the Jews in the country that we know some 60 years ago. It is unbelievable.”

Vaðlaheiðargöng - umræða í ógöngum

Fram hefur komið mikill misskilningur hjá nokkrum þingmönnum varðandi framkvæmd væntanlegra Vaðlaheiðarganga. Sumir þeirra hafa jafnvel haldið því fram að meiri líkur séu á því en minni að allur kostnaður við gerð ganganna lendi á ríkissjóð.

Ekkert slíkt er í spilunum heldur þvert á móti.

Í frumvarpi til laga um fjármögnun ganganna kemur fram að kostnaður við gerð gangann muni ekki falla á ríkissjóð ef áætlanir gangi ekki. Jafnvel þó svo forsendur verði í rauninni mun verri en nú er gengið út frá að verði, muni einungis óverulegur hluti kostnaðar hugsanlega geta lent á ríkissjóði. Um þetta segir í umsögn IFS Greiningar sem fylgir með frumvarpinu (bls. 3):

„Að mati IFS Ráðgjafar ehf. eru forsendur varðandi þessa þætti í áætlunum verkefnisins innan raunhæfra marka, þar sem þær byggja á áætluðum kostnaði Vegagerðarinnar, að teknu tilliti til niðurstöðu útboðs og 7% óvissuálags.“

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur svo þetta að segja um umsagnir IFS Greiningar og ríkisábyrgðarsjóðs (bls. 61):

Bakara fyrir smið ...

Innanríkisráðherra sagði í gær að hann teldi rétt að svipta þær útgerðir veiðileyfi sem hefðu brotið gjaldeyrislög og að slíkt refsiákvæði þyrfti að koma inn í ný lög um stjórn fiskveiða.

Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi er kafli um viðurlög á brotum á lögunum (greinar 41 – 42) þar sem segir m.a. að veita skuli áminningu eða afturkalla veiðileyfi ef brotið hefur verið gegn lögum um stjórn fiskveiða eða öðrum lögum um fiskveiðistjórn. Jafnframt segir að brot gegn lögunum varði sektum og jafnvel allt að sex ára fangelsi ef um stórfelld og ítrekuð brot sé að ræða.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að gefin séu út sérstök nýtingarleyfi til þeirra sem fá aðgang að nýtingu fiskistofna. Í þeim leyfum verður síðan nánar tiltekið hvaða skilyrði aðilar þurfa að uppfylla til að fá nýtingarleyfi og þá sömuleiðis viðurlög við brotum á þeim skilyrðum. Það verður því vel séð fyrir því í lögunum og nýtingarleyfunum að allir standi sína plikt og uppfylli þær

kröfur sem til þeirra eru gerðar.

Hvað er svona ömurlegt við það?

Atli Gíslason segir að vinnulagið á þingi sé ömurlegt vegna þess hvað mörg mál hafi komið til þings síðustu dagana fyrir páskafrí. Til að undirstrika það er leitað álits hjá stjórnmálafræðingi á hægrivæng stjórnmálanna, sem tekur auðvitað undir með Atla. En ef málið er skoðað betur kemur eftirfarandi í ljós:

Á yfirstandandi þingi hafa verið lögð fram 216 mál á Alþingi, þar af komu 24 frá ríkisstjórninni á síðustu dögunum fyrir páskafrí

eða 11% málanna. Önnur mál komu frá þingmönnum. Öll málin voru lögð fram innan tiltekins tíma sem Alþingi hefur ákveðið sjálft að skuli gera og getið er um í þingskaparlögum (37.gr.). Atli Gíslason var einn af 49 þingmönnum sem samþykktu

breytingar á lögum um þingsköp Alþingis þann 11. júní 2011. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn málinu.

Skömm sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn hafði sigur í baráttu sinni gegn því að þjóðin geti haft áhrif á mótun nýrra stjórnarskrár landsins. Þeir hafa áður unnið slíka sigra líkt og þegar þeir tóku þingið í gíslingu vorið 2009 þegar gerð var heiðarleg tilraun til að breyta stjórnarskránni. Það er því skýr og einbeittur vilji Sjálfstæðismanna á þingi að koma í veg fyrir allar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Þeir eru reyndar á móti öllum breytingum sem þeir standa ekki sjálfir að. Þeir hafa lagst gegn öllum breytingum af öllu tagi sem ráðist hefur verið í frá Hruni.

Bessastaðarblús

Það bætist stöðugt í hóp þeirra sem segjast vera að íhuga forsetaframboð. Þrír eru þegar búnir að gera upp hug sinn, Ástþór Magnússon, Jón Lárusson og Ólafur Ragnar Grímsson. Samkvæmt lauslegri talningu sýnist mér að a.m.k. sjö aðrir hafi annaðhvort sagst vera að íhuga framboð eða verið orðaðir við framboð. Enginn þeirra er líklegur til að vinna kosningu gegn sitjandi forseta – nema – einhver þeirra verði einn í framboði gegn honum (tel hvorki Jón né Ástþór með). Ef þjóðin á að eiga raunhæfan möguleika á að skipta um forseta þarf valið að standa á milli tveggja, þess sem nú gegnir embættinu og annars sem líklegur er til að geta fellt hann úr embætti. Þeir sem eru að íhuga framboð eða hafa verið taldir líklegir frambjóðendur virðast hafa a.m.k. eitt sameiginlegt, þ.e. að vilja skipta um forseta. Kannski er besta leiðin til þess sú að þau komi sér saman um að standa að baki einum frambjóðanda? Myndi hreyfingu sem stendur sterkur og sameinaður að baki einum aðila.

Undarlegir tónar frá Agli Helgasyni

Sagt var frá því í fréttum í dag að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar færu um í fylgd öryggisvarða og heimili þeirra væru vöktuð nótt sem dag. Af þessu tilefni sér Egill Helgason ástæðu til að vitna í ummæli annars ráðherrans um þá ríkisstjórn sem setti landið nánast á hausinn.

Þannig tekur Egill nokkurskonar „honum-var-nær-og-gott-á-hann“ afstöðu til málsins.

Munurinn er hinsvegar sá að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki einangrast og hún hefur ekki lokað sig af frá almenningi. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki ráðið sér öryggisverði til að forðast almenning eins og sú sem almenningur kom frá í byrjun árs 2009. Lögreglan hefur skipað þeim öryggisverði vegna alvarlegra hótanna sem þeim og fjölskyldum þeirra hafa borist. Ríkisstjórnin eiga ekki að fara frá eða einangra sig frá almenningi vegna hótanna ofbeldismanna sem ráðherrum berast eins og liggur í orðum Egils Helgasonar.

Vandasamur fréttaflutningur

Það er vandasamt að flytja fréttir af alvarlegum slysum og sviplegum dauðsföllum. Dæmi eru um að fréttaflutningur af slíkum tilefnum hafi hvorki sýnt þeim sem málin varða nauðsynlega nærgætni eða tillitssemi. Í því sambandi skiptir miklu að fréttar af þannig atburðum séu ekki fluttar nánast samhliða því sem þeir eru að gerast. Það getur varla verið til of mikils mælst af fjölmiðlum að gefa þeim málin varða nægjanlegt svigrúm til að bregðast við eins og nauðsynlegt er að gera áður en landsmönnum öllum eru færðar slíkar fréttir. Þó ekki væri nema af tillitssemi við aðstandendur og að fréttir verði þá nákvæmari og byggðar á betri upplýsingum en oft vill gerast.

Ég hef fullan skilning á afstöðu sjómanna sem hafa lýst yfir andúð sinni á fréttaflutningi af banaslysi um borð í togaranum Sigurbjörgu ÓF-1 í vikunni.

Um það segir Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri skipsins:

Glórulaus lánveiting Seðlabankans

Um hádegisbil þann 6. október 2008 lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir evra, jafngildi um 85 milljarða íslenskra króna. Engin samþykkt var gerð í stjórn bankans um lánið. Engin lánasamningur var gerður um lánveitinguna og ekki liggur ljóst fyrir á hverju þessi ranga ákvörðun var grundvölluð. Það liggur hinsvegar ljóst fyrir að þáverandi formaður stjórnar Seðlabankans sá til þess að lánið var veitt og hann gerði það í samráði við þáverandi forsætisráðherra Íslands.

Fyrrverandi formaður seðlabankanssagði það fyrir Landsdómi á dögunum að hann hafi vitað það með löngum fyrirvara að bankarnir væru fallnir.

Samt lánaði hann 85 milljarða úr sjóðum bankans í gjaldþrota banka.

Fyrrverandi forsætisráðherra vissi það sömuleiðis þennan dag, þann 6. október að bankarnir væru fallnir enda lagði hann daginn þann fram frumvarp til laga, svo kölluð neyðarlög af því tilefni. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að lánið var veitt.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS