Án sjálfstæðisflokksins ...

Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn landsins sumarið 1991, fyrst í samstarfi við Alþýðuflokkinn, síðar framsóknarflokkinn og að lokum með Samfylkingunni. Á þeim tíma fór flokkurinn með völdin í öllum veigamestu málaflokkum landsins, mennta, - fjármála- og forsætisráðuneyti svo dæmi séu tekin. Þegar tæplega 18 ára látlausri stjórnarsetu sjálfstæðisflokksins lauk í byrjun árs 2009 var efnahagslíf landsins rjúkandi rúst. Atvinnulífið sömuleiðis. Heimilin sömuleiðis. Orðspor landsins sömuleiðis.

Formaður sjálfstæðisflokksins hélt ræðu á flokksráðsinsfundi um helgina þar sem hann segir að án sjálfstæðisflokksins stefni í upplausn á Íslandi.

Hvað er hægt að segja við svona ræðuhöldum?

Ánægjuleg kúvending

Kristján Þór Júlíusson var kosinn vara-varaformaður sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi í gær og er rétt að óska honum til hamingju með það. Þeir hefðu auðveldlega getað fengið verri mann í embættið en Kristján Þór.

Stóra fréttin af fundinum var hinsvegar sú að flokksráðið samþykkti að lögð verði áhersla á skynsamlega efnahagstjórn af hálfu flokksins.

Ef af verður þá er það ánægjuleg kúvending frá fyrri og fullkomlega misheppnaðri stefnu flokksins í efnahagsmálum.

Grímulaus áróður stjórnvalda

Nú virðist sem grímulaus áróður stjórnvalda um batnandi efnahags landsins eftir Hrunið haustið 2008 hafi náð alla leið til Noregs. Í þarlendum

fjölmiðlum er því haldið fram í dag að góður gangur hafi verið í íslensku efnahagslífi að undanförnu og því komi það ekki á óvart að íslendingar geti nú staðið við skuldbindingar sínar.

Sveittan, segi ég nú bara.

Nú hafa norskir frændur okkar látið blekkjast af yfirgengilegum áróðri Íslendinga sem engin hér heima trúir. Ætli norskir fjölmiðlar hafi ekki reynt að ná tali

af okkar færustu sérfræðingum á sviði efnahagsmála til að sannreyna áróðurinn frá stjórnvöldum? Fáar þjóðir, ef nokkrar, geta státað af örðum eins mannvali í

Framsóknarmenn í gjaldmiðlavanda

Framsóknarmenn eru nokkuð frjóir í umræðunni um efnahagsmál þessi misserin. Sér í lagi eru þeir þó áhugasamir um gjaldmiðilinn okkar og þá helst hvort rétt sé að skipta honum út fyrir annan og þá væntanlega betri gjaldmiðil. Í því sambandi hafa þeir velt upp hugmynd um að Ísland taki upp kanadískan dollar.

Framsóknarmenn hafa sem sagt ekki trú á íslensku krónunni.

Samhliða þessum vangaveltum um að skipta út ótrúverðum gjaldmiðli fyrir annan betri gagnrýna framsóknarmenn alla aðra sem leyfa sér að efast um krónuna okkar. Þá heitir það að tala krónuna niður. Nær væri að tala hana upp að þeirra mati og bæta því við að við verðum að tala vel um krónuna til að fá aðra til að trúa því að hún sé góður gjaldmiðill.

Það má eitt og annað um þetta að segja.

Í fyrsta lagi ber það ekki vitni um traustan gjaldmiðil ef hægt er að tala hann ýmist upp eða niður eftir því hvað menn vilja hverju sinni. Traustur

gjaldmiðill stendur af sér ræðuhöld af því tagi á meðan hinir lélegu bogna.

Í öðru lagi á íslenska krónan ekki við ímyndarvanda að etja sem hægt er að lagfæra með frekari kynningu á henni. Gjaldmiðillinn okkar, íslenska krónan, á

Sjálfstæðisflokkurinn á hrós skilið

Ég er frekar spar á að hrósa sjálfstæðisflokknum, skiljanlega. Kannski þarf maður að gera skoða hug sinn betur hvað það varðar. En nú er sem sagt komið að því.

Ekki ég, ekki ég ...

Nú heyrast ekki lengur þær raddir sem vildu að hætt yrði við réttarhöldin yfir fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins.  Einu umkvartanirnar eru nú um að ekki sé hægt að fylgjast með réttarhöldunum í beinni útsendingu í sjónvarpi eða á netinu jafnfram því sem kvartað er yfir plássleysi í réttarsalnum sem takmarkar fjölda áhugasamra áhorfenda. Fjölmiðlar kvarta sáran fyrir aðstöðuleysi og telja sig ekki geta flutt þjóðinni fréttir af gangi mála og hafa talsvert til síns máls í þeim efnum.

Flestir eru nú þeirrar skoðunar að nauðsynlegt hafi verið að færa þennan hluta Hrunsins inn í réttarsal og fyrir Landsdóm. Enda hefur komið í ljós að íslensk stjórnvöld undir forystu formanns sjálfstæðisflokksins sem verið er að rétta yfir, sýndu af sér fádæma andvaraleysi við landstjórnina í aðdraganda Hrunsins, ekki aðeins síðustu mánuðina fyrir Hrun heldur langt aftur í tímann, líkt og

fram kom í vitnaleiðslum síðast í morgun.

Mega ekkert aumt sjá ...

Hljómsveitin góðkunna, Roðlaust og beinlaust er aðeins þekkt af góðu einu eins og allir vita. Aðalmarkmið sveitarlima er að skemmta sjálfum sér og  láta gott af sér leiða í leiðinni. Enda máttu þeir ekkert aumt sjá án þess að bregaðst við og rétta út traustar hjálpar hendur.

Þetta vita allir!

Fréttaflutningur af Landsdómi er sá helstur að helstur að vitni telja að fyrrum forsætisráðherra landsins, sá sem sætir ákærum vegna Hrunsins, hafi ekkert getað gert til að forða bönkunum frá falli.

Þetta vita allir. Það þarf ekki að spyrja að þessu. Flest vitnin og meira að segja sá ákærði vissu strax árið 2006 og jafnvel fyrr að bankarnir voru ónýtir og þeim yrði ekki bjargað.

Spurningin er hvort sá ákærði og aðrir æðstu stjórnendur landsins hafi gert eitthvað til að draga úr tjóninu sem blasti við að myndi lenda á herðum almennings löngu fyrir Hrun. Og þá hvað þeir gerðu - ef eitthvað og hvaða áhrif það hafði – ef einhver.

Þetta er það sem við þurfum að fá að vita.

Sleppa vel fyrir Landsdómi

Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er farið nokkuð ítarlega yfir orsök og aðdraganda Hrunsins haustið 2008. Þar má finna margskonar ummæli sem vöktu furðu á sínum tíma í ljósi atburða og vekja í raun enn furðu. Meðal þess eru ummæli starfsmanna Seðlabankans sem voru allir sammála um að það hafi verið of seint að bjarga nokkru strax árið 2006 og jafnvel fyrr. Samt hélt darraðardansinn áfram sem aldrei fyrr með stuðningi og hvatningu stjórnvalda.

Dæmi um ummæli sem finna má í skýrslunni hvað þetta varðar: 

Sturla Pálsson, fram kvæmdastjóra alþjóða og markaðssviðs Seðlabankans:

„Síðan förum ég og Davíð Oddsson út til London í febrúar 2006 og tökum þennan venjulega fundahring og þar erum við bara teknir og rassskelltir í rauninni.“ 

Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands:

Skammast ykkar, Andrea og Marinó!

Ofbeldi er ein versta myndbirting þöggunar. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Ofbeldi er aldrei hægt að rökstyðja með málavöxtum þess sem ofbeldinu beitir.

Andrea Ólafsdóttir formamaður Hagsmunasamtaka heimilanna er annarar skoðunar. Hún styður ofbeldisaðgerðir og telur þær réttlætanlegar við vissar aðstæður. Við vissar aðstæður virðist hún telja að ofbeldisaðgerðir séu réttlætanlegar. Það gerði hún til að mynda sl. haust og það gerir hún aftur núna með Facebook færslu sinni þar sem hún vísar til ótilgreindra málavaxta ofbeldismanns vegna morðtilraunar, rétt eins og þar megi finna réttlætingu verknaðarins (sjá mynd).

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS