Er íslenska krónan ástæða efnahagshrunsins haustið 2008?
Nei, vondri efnahagsstjórn var þar um að kenna. Það skiptir litlu máli hvað gjaldmiðilinn heitir. Það skiptir öllu máli hvernig honum er stjórnað. Um það vitnar efnahagsástandið í öðrum löndum, t.d. Írlandi, Grikklandi, Portúgal og Bretlandi svo dæmi séu nefnt.
Er íslenska krónan framtíðargjaldmiðill Íslands?
Nei, það er hún ekki. En krónan verður gjaldmiðill okkar í næstu framtíð, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Til lengri framtíðar litið munu við hinsvegar þurfa á traustari gjaldmiðli að halda.
Mun evran verða sá gjaldmiðill?
Það er líklegast miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við eigum mesta samleið með öðrum löndum Evrópu, þangað seljum við mest af útflutningi okkar og þaðan flytjum við mest inn af vörum. Það væri því órökrétt að taka annan gjaldmiðil upp en þann sem við notum hvað mest, ef á annað borð á að gera það.