Landsdómur kvað upp dóm í máli á hendur Geir H Haarde á dögunum. Þar var Geir sýknaður af þrem ákæruliðum en sakfelldur fyrir þann fjórða fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við stjórn landsins þrátt fyrir að hafa vitað af þeim háska sem vofði yfir heill ríkisins.
Um þennan dóm þarf ekki að deila. Hann er skýr.
Bent hefur verið á að dómurinn sé í leiðinni áfellisdómur yfir þá stjórnsýslu sem Geir og aðrir stjórnendur þessa lands hafi mótað á allt of löngum valdatíma sínum. Í því sambandi er oft vísað til skýrslu RNA og tillögum þingmannanefndar Atla Gíslasonar og því þá jafnan haldið fram að ekkert hafi breyst frá Hruni og ástandið jafnvel versnað.
Skoðum tillögur nefndarinnar aðeins betur og viðbrögð þingsins við þeim.
Þingmannanefndin leggur til í ljósi niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um hlutverk Alþingis.
Viðbrögð: Stjórnlagaráð hefur gert tillögu að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin mun kjósa um innan skamms.
Þingmannanefndin telur rétt að alþingismenn setji sér siðareglur.
Viðbrögð: Alþingi á enn eftir að setja sér formlegar siðareglur. Ríkisstjórnin hefur þegar sett sér siðareglur.
Þingmannanefndin telur að styrkja beri eftirlitshlutverk þingsins, rétt þingmanna til upplýsinga, aðgengi að faglegri ráðgjöf og stöðu
stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem gegnir þar mikilvægu aðhaldshlutverki.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert m.a. með nýjum þingsköpum og er í áframhaldandi vinnu.
Þingmannanefndin hvetur til þess að Alþingi verði gefin árleg skýrsla um framkvæmd þingsályktana og mála sem Alþingi vísar til ríkisstjórnarinnar.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert.
Þingmannanefndin leggur til að sett verði almenn lög umrannsóknarnefndir.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert.
Þingmannanefndin telur að endurskoða þurfi nefndaskipan og störf fastanefnda Alþingis með það að markmiði að gera þær skilvirkari. Nefndaskipan þingsins taki mið af þörfum þingsins en ekki skipulagi Stjórnarráðsins og reglur um opna nefndarfundi verði færðar í þingsköp.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert.
Þingmannanefndin telur að taka þurfi til endurskoðunar það verklag sem tíðkast hefur við framlagningu stjórnarfrumvarpa með það að markmiði að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert m.a. með nýjum lögum um þingsköp Alþingis.
Þingmannanefndin leggur sérstaka áherslu á að settar verði skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða sem tryggi m.a. góð vinnubrögð og vandaðar þýðingar á EES-gerðum.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert m.a. með nýju vinnulagi þingnefnda Alþingi við afgreiðslu EES reglna.
Þingmannanefndin leggur til að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem starfi á vegum Alþingis og hafi það hlutverk að meta og gefa út spár fyrir efnahagslífið á sama hátt og Þjóðhagsstofnun gerði til 1. júlí 2002.
Viðbrögð: Í undirbúningi er að setja á fót sjálfstæða stofnun með það aðmarkmiði sem nefndin leggur til.
Þingmannanefndin leggur til að á vegum Alþingis fari fram endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm.
Viðbrögð: Endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm er í vinnslu.
Þingmannanefndin gerir það að tillögu sinni að ákveðinni þingnefnd verði falið að hafa eftirlit með þeim úrbótum á löggjöf sem lagt er til í skýrslu þessari að verði hrundið í framkvæmd.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert meðnýjum þingsköpum m.a. með nýrri stjórnskipunar- ogeftirlitsnefnd.
Þingmannanefndin vekur sérstaka athygli á að forsetiAlþingis hefur nýlega kynnt frumvarp til breytingar á lögum um þingsköp Alþingis. Er í því frumvarpi m.a. gert ráð fyrir breytingum á nefndaskipan ogeflingu eftirlitshlutverks Alþingis.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert og er orðið að lögum.
Þingmannanefndin leggur áherslu á að niðurstöður þingmannanefndarinnar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrsla vinnuhóps um eftirlitshlutverk og starfshætti Alþingis frá haustinu 20094 verði lagðar til grundvallar við endurskoðun á lögum um þingsköp Alþingis.
Viðbrögð: Hefur þegar verið gert og er orðið að lögum.
Þannig að þegar betur er skoðað hefur þingið brugðist vel við þeim ábendingum sem þingmannanefnd Atla Gíslasonar lagði til fyrir einu og hálfu ári.
Sem er ekki svo lítið - öfugt við það sem sumir hafa haldið fram.