Enginn bitinn á barkann

Frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald eru mikið til umræðu þessa dagana. Þingmenn Vg hafa verið að funda um landið að undanförnu af því tilefni. Í fyrrakvöld var haldin um 60 manna fundur í Stykkishólmi og í gærkvöldi komu hátt í hundrað manns á fund á Hótel KEA á Akureyri. Ef taka á mark á opinberri umræðu mætti halda að á þessum fundum væru blóðug slagsmál á milli þingmanna og heimamanna en það er nú öðru nær. Enn hefur engin tilraun verið til að bíta menn á barkann eins og ég veit að Mogginn myndi vilja hafa það. Umræður á fundunum hafa þvert á nóti verið afar málefnalegar en um leið hreinskiptar og að mínu mati skilað góðum árangri við vinnu frumvarpanna. Þrátt fyrir allt erum við flest sammála um meginatriðin en deilum um útfærslur.

Enn hefur því ekki verið mótmælt að auðlindir sjávar séu sameign þjóðarinnar.

Enn hefur enginn lýst sig andvígan því rétt sé að gera tímabundna samninga/leyfi við þá sem fá leyfi til að nýta sameiginlega auðlind.

Enn hefur enginn mótmælt því að greiða eigi auðlindagjald.

Enn hefur enginn mótmælt því að rétt sé að gera samkomulag milli eiganda og þess sem nýtir auðlindina um hvernig það skuli gert.

Enn hefur því ekki verið mótmælt að nýta eigi fiskistofnanna með sjálfbærum hætti.

Við deilum hinsvegar um útfærslurnar og það er vel leysanleg deila.