Mannvinurinn Nubo

Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo, aðaleigandi risafyrirtækisins Beijing Zhongkun Investment Group Co hefur stærsta hluta ævi sinnar starfað fyrir Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins. Kínversk yfirvöld hafa líka verið dugleg að veita fyrirtækinu viðurkenningar af ýmsu tagi eins og sjá má á þessum lista. Lítið sem ekkert er vitað um Nubo, hvaðan auður hans er sprottinn né hverjir bakhjarlar hans hafa verið, fyrir utan Kommúnistaflokkinn. Það er eins og karlinn hafi ekki verið til fyrir árið 1999, í það minnsta finnst lítið sem ekkert um hann fyrir þann tíma.

Beijing Zhonkun Investment Group er með umfangsmikinn rekstur víða um heim, mest þó í Asíu en einnig í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum sem atvinnuveganefnd Alþingis fékk um fyrirtækið sl. vetur er fyrirtækið með rekstur í 23 „menningarþorpum“, 46 þjóðgörðum. 11 fjöllum, 5 býlum með lífræna ræktun svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrirtæki af þeirri tegund sem Huang Nubo er í forsvari fyrir fá venjulega sínu fram gengt á endanum – með góðu eða illu. Öll fyrirstaða fer í taugarnar á þeim og er mætt af hörku.

Eins og sjá má á þessum ummæli hér.