Það eru verulegir ágallar á þessari kenningu Ólafs Arnarsonar hagfræðings. Í fyrsta lagi er auðlindagjald greitt af þeim sem fá úthlutað afla í íslenskri lögsögu en ekki lögsögu annarra ríkja. Þar af leiðir að meintar áætlanir Samherja um að skipta fyrirtækinu upp munu engin áhrif hafa á greiðslu auðlindagjalds á Íslandi af fiski, veiddum í íslenskri lögsögu.
Í öðru lagi ætti eðli málsins vegna að vera erfiðara að reyna að færa arðinn af nýtingu auðlindarinnar milli aðskilinna fyrirtækja en innan sama fyrirtækis í því merkmiði að komast hjá veiðigjaldi hér heima. Ef það á að vera tilgangur fyrirtækisins með því að skipta því upp með áður greindum hætti (sem ég efast reyndar stórlega um) er það dæmt til að mistakast.
Þetta ætti þeir að átta sig á sem á annað borð hafa sett sig inn í málið.