Kreppuhvetjandi stjórnmálamaður

Lilja Mósesdóttir formaður Samstöðu segir að ekki sé hægt að útskýra fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum.

Það má þó reyna.

Lilja yfirgaf Vinstri græn vegna þess að hugmyndir hennar í efnahagsmálum fengu ekki stuðning innan flokksins og hafa reyndar hvergi notið hylli. Hún hefur allt kjörtímabilið haldið því fram að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar muni leiða til djúprar og langvarandi kreppu með auknu atvinnuleysi og erfiðleikum fyrir heimilin í landinu. Hún hefur eins og reyndar fleiri á hverju ári spáð því að fjárlög komandi árs muni ekki ganga eftir heldur leiða til enn meiri vanda og jafnvel hruns þess velferðarkerfis sem við viljum standa vörð um. Gárungar segja að ræður hennar á Alþingi séu flestar þannig upp byggðar að í inngangi sé því lýst hvað lífið sé vont, í meginmálinu séu færð rök fyrir því að það eigi eftir að versna og í lokaorðunum er svo boðaður sársaukafullur dauðdagi fyrir okkur öll ef ekki verður farið að hennar ráðum. Auðvitað er þessi lýsing alls kostar rétt og auðvitað er lífið ekki svona eins og allir vita.

Lilja Mósesdóttir hefur alltaf spáð illa. Spár hennar hafa aldrei ræst. Fáir ef nokkrir (nema ef vera skildi formaður framsóknarflokksins) hafa haft jafn mikið rangt fyrir sér í um efnahagsmál á Íslandi frá Hruni og Lilja. Hún gerir út á hörmungar og er boðar reglulega válegi tíðindi sem aldrei rætast. Sem slík er hún kreppuhvetjandi stjórnmálamaður. Það er sem betur fer ekki mikil eftirspurn eftir þeim.

Eins og sést á fylgishruni Samstöðu í könnunum.